Velheppnaðri helgarferð í Húnaþing vestra er lokið
Það skiptust á skin og skúrir í veðri en endaði í bongóblíðu.
Ýmislegt var í boði, gönguferð á Káraborg í heldur hryssingslegu veðri, kaffihúsarölt og safnarölt á Hvammstanga, grillhátíð og kvöldvaka í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugabakka, öku-og gönguferð um Vatnsnesið, en fyrst voru Kolugljúfrin skoðuð, stórkostlega falleg, farið í Borgarvirki, þaðan sem útsýnið var frábært, gengið niður að Hvítserk, sem stendur alltaf fyrir sínu. Að endingu var farið niður að Illugastöðum, þar sem gengið var eftir fallegri ströndinni og selalátur skoðuð.
Þar kvaddist hópurinn eftir frábæra samveru og eftirminnilega ferð.
Hafið kæra þökk fyrir ferðanefndin; María, Sigga og Vala , sem skipulögðu þessa skemmtilegu ferð.
Sigga.
|
Í Borgarvirki |