22 mættu í göngu í Borgarfjörðinn í dag. Veður var heldur hryssingslegt í byrjun, strekkingsvindur og smáskúrir, en fór batnandi eftir því sem leið á daginn.
Genginn var fallegur hringur hjá Hreðavatni og í gegnum Jafnaskarðsskóg, yndislegt svæði.
Þessi hringur var rúmur 8 km.
Þá var farið að fossinum Glanna í Norðurá og í Parardísarlaut og þá var sólin farina að skína á okkur.
Eftir það fórum við og heimsóttum Sibbu og Didda í "Sumarhöllina" þeirra. lítinn og fallegan bústað rétt við Munaðarnes. Þar var vel tekið á móti okkur með ljúffengri kjúklingasúpu og kaffi og köku á eftir.
Bestu þakkir fyrir móttökurnar Sibba og Diddi :)
Haldið var heimleiðis um kl. 16:30 og allir hæstánægðir eftir góðan dag og góða samveru.
Sigga
Engin ummæli:
Skrifa ummæli