Gengið var eftir reiðstígum og gönguslóðum kringum vatnið og reyndist það vera hin fínasta leið, en mjög blautt var á og lítt fýsilegt að fara út í gróðurinn. Veður var með ágætum, lítilsháttar rigning, hægviðri og hlýtt. Áð var í Krika, útvistarsvæði Sjálfsbjargar, og var gott að geta sest þar niður til að njóta nestisbitans. Þetta tók um 2 1/2 klst. og er áætluð vegalengd 8-9 km. 13 mættar.
Vala
Engin ummæli:
Skrifa ummæli