31 júlí 2014

Dulatjarnir - Lónakot

Gengið frá Reykjanesbraut í átt til sjávar að Dulatjörnum með viðkomu í Lónakoti.  Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9.  Nesti.
Vala

27 júlí 2014

Flottar móttökur

11 Fjallafreyjur hófu göngu við Hafravatnsréttina um kl. 9.30 og gengu gróðusæla en blauta leið upp á Reykjaborgina þar sem Sigga beið okkar og fylgdi okkur í Sumarkinnina, sælureit þeirra hjóna. Þarna beið okkar þvílíkt veisluborð, en frúin átti 60 ára afmæli fyrr á árinu og bauð til síðbúinnar veislu af því tilefni.  Eftir tæplega klukkustundar dvöl þar fylgdi hún okkur áleiðis með viðkomu í Hlíð, fallegu sumarbústaðalandi. Gengum við síðan meðfram Hafravatninu að bílunum og vorum komnar þangað upp úr kl. 13.  Veður var með ágætum, gönguleiðin fögur og ljúf stundin í Sumarkinninni.
Kærar þakkir fyrir okkur Sigga og Bjarni.
Vala


24 júlí 2014

Hafravatn-Reykjaborg-Sumarkinn

Þá er það gangan næsta laugardag. Við göngum upp frá Hafravatni og upp á Reykjaborg.
Þaðan niður í Sumarkinn þar sem boðið verður uppá síðbúið sextugsafmæliskaffi.
Eftir kaffið gengið  meðfram Hafrahlíðinni og í bílana aftur.
Þetta er ca 9 km hringur.
Komið með kaffi á brúsa.
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9 eða við Hafravatnsafleggjarann kl. 9:15 (ekki Krónuna)
Vonast til að sjá ykkur sem flest.
Sigga

20 júlí 2014

Fossárdalur

9 Fjallafreyjur lögðu af stað í bliðuveðri inn Fossárdalinn í Hvalfirðinum á laugardaginn.
Dalurinn skartaði sínu fegursta og gróðurinn og fossarnir glöddu sálina.
Gengum síðan uppá Reynivallahálsinn, þoka og regn tók á móti okkur eftir nokkra göngu, svo við héldum aftur niður í dalinn. Aldrei sáum við i Sandfellið, þangað sem för var heitið, vegna þoku en birti aftur vel til þegar á leið á bakleiðinni.
Gangan tók 4 og hálfan tíma.
Sigga

17 júlí 2014

Fossárdalur í Hvalfirði

Næsta laugardag förum við í Hvalfjörðinn og göngum inn eftir fallegum dal, Fossárdal áleiðis að Vindáshlíð.
Leiðin fram og til baka er ca 12 km.
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9 eða Krónuna í Mosó kl. 9:20.
Nesti, hálfsdagsferð+
Sigga

12 júlí 2014

Elliðavatn

Gengið var eftir reiðstígum og gönguslóðum kringum vatnið og reyndist það vera hin fínasta leið, en mjög blautt var á og lítt fýsilegt að fara út í gróðurinn.  Veður var með ágætum, lítilsháttar rigning, hægviðri og hlýtt.  Áð var í Krika, útvistarsvæði Sjálfsbjargar, og var gott að geta sest þar niður til að njóta nestisbitans.  Þetta tók um 2 1/2 klst. og er áætluð vegalengd 8-9 km. 13 mættar.
Vala

10 júlí 2014

Elliðavatn

Gengið kringum Elliðavatn.  Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9 eða við Elliðavatnsbæinn kl. 9.15. Nesti.
Vala




05 júlí 2014

Hreðavatn-Glanni-Paradísarlaut-Sumarhöll Sibbu

22 mættu í göngu í Borgarfjörðinn í dag. Veður var heldur hryssingslegt í byrjun, strekkingsvindur og smáskúrir, en fór batnandi eftir því sem leið á daginn.
Genginn var fallegur hringur hjá Hreðavatni og í gegnum Jafnaskarðsskóg, yndislegt svæði.
Þessi hringur var rúmur 8 km.
Þá var farið að fossinum Glanna í Norðurá og í Parardísarlaut og þá var sólin farina að skína á okkur.
Eftir það fórum við og heimsóttum Sibbu og Didda í "Sumarhöllina" þeirra. lítinn og fallegan bústað rétt við  Munaðarnes. Þar var vel tekið á móti okkur með ljúffengri kjúklingasúpu og kaffi og köku á eftir.
Bestu þakkir fyrir móttökurnar Sibba og Diddi :)
Haldið var heimleiðis um kl. 16:30 og allir hæstánægðir eftir góðan dag og góða samveru.
Sigga

03 júlí 2014

Borgarfjörður

Við heimsækjum Borgarfjörðinn næsta laugardag.
Förum að Hreðavatni og göngum meðfram vatninu og góðan hring þar.
Siðan verður fossinn Glanni í Norðurá skoðaður og farið niður að Paradísarlaut.
Þessi ganga er 8-10 km.
Eftir þetta er okkur boðið í sumarbústaðinn hennar Sibbu, þar sem hún býður okkur uppá gómsæta súpu.
Dagsferð og nesti.
Sigga

01 júlí 2014