Uppskriftir


Álfaþruman

100 g smjör
1 bolli haframjöl
1 bolli cornflakes
1 bolli púðursykur
1 bolli kókosmjöl
1 bolli rice crispies
1 bolli döðlur

þetta er ristað á pönnu og kælt

krem:
4 eggjarauður
75 g brætt súkkulaði
4 msk flórsykur
4 dl rjómi

Eggjarauður og flórsykur þeytt saman, súkkulaðinu bætt í og síðast rjómanum

Helmingur af jukkinu sett í eldfast fat, síðan krem og svo aftur jukk.
Setja í frysti og taka út 1/2-1 klst áður en borðað er.

Vala




Fiskisúpa fyrir fjóra
1 púrrulaukur
2 stórar gulrætur
1 græn paprika
1 tsk karrý
Grænmetið skorið smátt og steikt í smjöri.
1 fiskteningur og 1 grænmetisteningur
Rúmlega 1 líter af vatni
Salt og annað krydd eftir smekk (til dæmis tarragon – eða bara salt og pipar).
3 meðalstórar kartöflur (hráar) skornar í bita og settar út í súpuna. Látið sjóða í smástund.
Góður brúskur af brokkolí settur út í og látið malla í fimm mínútur (ég set alltaf brjálæðislega mikið af brokkólí – mæli bara með því fyrir einhleypa sem geta leyst vind í friði að loknu súpuáti).
1 rjómaostur með kryddjurtum
1 piparostur
Ostarnir látnir bráðna í súpunni (það þarf að gefa piparostinum dálítið góðan tíma)
Ýsa skorin í strimla og sett í pottinn (ég nota 2-4 flök)
Gott að hafa rækjur líka (nei takk)
Súpan tekin af hellunni og látin standa í 3-5 mínútur.
(Frá Guðrúnu Veigu)



Skólastjórasúpa

3–4 matsk. olía
1 1/2 matsk. karrý
1 heill hvítlaukur
1 blaðlaukur
1 rauð paprika
1 græn paprika
1 lítið blómkálshöfuð
1 lítið brokkolihöfuð 
1 flaska Heins Chilisósa
1.5 líter kjúklinga- eða grænmetissoð
400 gr. rjómaostur
1 peli rjómi
4 kjúklingabringur
Salt og pipar

Grænmetið skorið og steikt ásamt karrýinu. Chilisósa og soð sett í pottinn ásamt rjómaosti og rjóma. Hrært vel í á meðan suðan kemur upp.
Kjúklingabringurnar kryddaðar og steiktar, skornar í bita og settar út í súpuna rétt áður en hún er borin fram.
SiSk


Heilsubrauð án hveitis
Einn hleifur:
1 bolli sólblómafræ
1/2 bolli hörfræ
1/2 bolli saxaðar möndlur
1 1/2 bolli haframjöl
2 msk chia fræ
4 msk psyllium husk td. frá NOW
1 tsk salt
1 msk hunang ( eða stevia)
3 msk kókosolía
1 1/2 bolli vatn
Þurrefnum blandað saman. Kókosolíu, vatni og hunangi hrært saman og síðan bætt saman við þurrefnin. Hræra saman í þykkann graut og skella í lítið form. Látið standa í minnst 2 klst. (gjarnan yfir nótt)
Bakað við 200 gráður, fyrst í 20 mín., síðan tekið úr forminu og bakað á grind í 30. mín. í viðbót með botninn upp.
Kæla alveg áður en brauðið er skorið.
SiSk

Heit og fljótleg í eldföstu móti.

1 glas hveiti
1 glas sykur
1 egg
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsóti
1/2 ds kokteilávextir.

Öllu hrært saman og sett í smurt mót, strá kanelsykri og kókolsmjölki yfir og baka við 180 gr. í 40 mín. Borðist heitt með ís eða rjóma

SiSk

Hrökkbrauð

Þessi uppskrift dugar á tæplega tvær bökunarplötur

Innihald

4 dl Sesamfræ
4 dl Hörfræ
2 dl Graskerafræ
2 dl Sólblómafræ
2 dl eggjahvítur / sirka 6 eggjahvítur
3 dl sjóðandi heitt vatn
1 msk Himalayan salt


Aðferð
Allt hrært saman og látið standa á borði í sirka 20 mínútur.  Þá er deigið skipt í tvennt og hellt á smjörpappír. Deigið er frekar blautt og er lang best að leggja smjörpappír yfir deigið og dreifa þannig úr deiginu þangað til það verður passlega þykkt í hrökkbrauð.

Sett inní 120 gráðu heitan ofn, stillt á blástur og bakað í 60-90  mínútur eða þangað til það er orðið vel stökkt.

Skerið svo hrökkbrauðið strax með pizzahníf.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli