30 apríl 2018

28 apríl 2018

Geldinganes_Mosfellsbær

23 Fjallafreyjur gengu í fallegu veðri meðfram ströndinni frá Geldinganesi og upp í Mosfellsbæ og til baka. Skemmtileg gönguleið og ekki skemmdi veðrið fyrir, bjart en nokkuð svalt. Þetta voru 11 km og tók gangan 3 tíma með stoppum.
Sigga

Leiruvogur og Esja
Gengið yfir Korpu, sem skilur að Reykjavík og Mosfellsbæ

25 apríl 2018

Geldinganes-Mosfellsbær.

Næsta laugardag verður genginn fallegur strandstígur frá Geldinganesi og upp í Mosfellsbæ. Horft út yfir sundin blá og fylgst með fuglalífinu sem er mjög líflegt um þessar mundir. Skotist niður í fjöru og farið aðeins af stígnum og nestið borðað. Þessi leið er 10-11 km og tekur ca 3 tíma með nestisstoppi. Mæting við Iðnskólann í Hf. kl. 9
Sjáumst, Sigga

19 apríl 2018

Hlíðarþúfur - Höfðar við Hvaleyrarvatn

Næsta laugardag verður gengið frá Hlíðarþúfum eftir nýjum stíg meðfram Kaldárselsvegi og að Höfðaskógi.  Síðan verður gengið um Húshöfða, Selhöfða, Vatnshlíð og að lokum gengið um Gráhelluhraun.  Gönguland er alls konar (þó ekki mýrlendi) og má ætla að hringur þessi sé 7-8 km og taki um 3 klst.  Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9.

Farið að vora í Höfðaskógi

Hvaleyrarvatn frá Selhöfða

16 apríl 2018

Helgafell

Þriðjudag kl. 17.30 frá Kaldárseli. Þar sem þetta er fyrsta ferð ársins göngum við "gömlu leiðina", en hún er heldur lengri en jafnframt meira aflíðandi.
Vala

12 apríl 2018

Sléttuhlíð - Selvogsgata

Genginn hringur frá Sléttuhlíð um hluta Selvogsgötu.  Dagný leiðir gönguna.  Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9.  Nesti.


10 apríl 2018

ATH v/sumarferðarinnar

Rétt netfang vegna skráningar í sumarferðina er thorunnh48@gmail.com .  Þið sem hafið nú þegar skráð ykkur með tölvupósti vinsamlegast gerið það aftur, þar sem þær skráningar hafa ekki borist Þórunni.
Vala




07 apríl 2018

Berklastígur - Vífilstaðavatn

Frábær ganga í góða veðrinu í dag. Byrjuðum á að ganga frá gönguhliðinu að Maríuhellum, sem alltaf er gaman að kíkja á, þaðan var gengið yfir að skógrækt Oddfellow í Urriðaholtinu og síðan genginn Berklastígur yfir hraunið í átt að Vífilstöðum og síðan kringum Vífilstaðavatnið. Nestið fengum við okkur síðan í Heiðmörkinni, mikið er nú alltaf gott að fá nesti úti í náttúrunni. 28 mættu í dag, virkilega gaman þegar mætingin er svona góð. Gangan mældist 7 km og tók þetta rúma 2 tíma með kaffinu.
Vala

Í rjóðri í Urriðaholti

06 apríl 2018

Berklastígur - Vífilstaðavatn

Berklastígur liggur í hrauninu milli Urriðaholts og Vífilstaða, gengið verður eftir þessari gömlu leið berklasjúklinganna og yfir að Vífilstaðavatni.  Mæting við gönguhliðið við Vífilstaðahlíðina kl. 9. Kaffi á brúsa.
Vala


03 apríl 2018