28 nóvember 2015

Þvílík fegurð

Þeir gerast ekki fallegri vetrardagarnir en dagurinn í dag.  Frost 9°C, logn, heiðríkja og þykkur drifhvítur jafnfallinn snjór.  Gengum um miðbæinn og nutum þess að horfa á það sem fyrir augu bar, jólaþorpið, skreytingarnar og snjóinn.  17 mætt í dag.
Vala

23 nóvember 2015

Jólaföndur

Ágætlega var mætt í jólaföndrið okkar þetta árið en 22 handlagnar konur mættu á Herjólfsgötuna.
Boðið var uppá kaffi og meðlæti sem voru gerð góð skil. Takk fyrir föndurnefnd: Þórunn, Sigrún Ó og Bára Fjóla og takk Gógó
Sigga


Ekki slegið slöku við

Afraksturinn


Girnilegt kaffiborðið

14 nóvember 2015

Rósa sextug

13 mættu í göngu í dag frá Kænunni. Að göngu lokinni var haldið upp í Þórsberg til Rósu, sem er sextug í dag og óskum við henni innilega til hamingju.
Hún tók á móti okkur með dýrindis kjötsúpu, gómsætu brauði og áleggi og kaffi og afmælisköku í lokinn.
Kærar þakkir fyrir okkur elsku Rósa og Benni.
Rósa afmælisbarn með Fjallafreyjunum

Heiðurshjóninin Benni og Rósa
Göngukonur

07 nóvember 2015

Hlýtt og lygnt..

.. í dag 6°C en rigning í upphafi göngu.  Gengið var að Einarsreit og skoðaðar minjarnar um saltfisþurrkunina og hvað göngustígurinn þarna yfir er vel heppnaður.  Virtum fyrir okkur álfakirkjuna rétt við Mánastíginn og gömlu hleðslunar þar í kring.  15 mætt í dag.
Vala