31 ágúst 2017

Esjuhlíðar-Kögunarhóll

Næsta laugardag göngum við upp Esjuhlíðar (ca 300 m hækkun) og beygjum af leið við Kögunarhól og göngum eftir vegaslóða niður að Mógilsá. Þetta er uþb. 5 km hringur.
Nesti.
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9 eða við Krónuna í Mosó kl. 9:20.
Sigga
Á leið upp Esju árið 2005

27 ágúst 2017

Reykjanesferð

Það var rúmlega 40 manna hópur sem lagði af stað í ferð um Reykjanesið.
Fararstjóri ferðarinnar var Reynir Sveinsson frá Sandgerði og var hann hafsjór af fróðleik og skemmti
sögum sem hann miðlaði okkur á sinn skemmtilega hátt.
Veðrið var ekki uppá sitt besta, rok og rigning en þornaði upp um miðjan dag.
Fyrsti viðkomustaður var hverasvæðið við Seltún, síðan var farið á Krísuvíkurberg. Eftir það var gengið niður að Selatöngum og merkar minjar skoðaðar þar. Ekið var um Hópsnesið, en þar eru margar minjar um sjóslys og að Eldvörpum, sem er mikið háhitasvæði. Brimketill var skoðaður og var þar tilkomumikið brimið. Eftir það var Gunnuhver skoðaður og ekið niður að Reykjanesvita.
Ekið var í gegnum Hafnir og farið í gegnum gamla Nato varnarsvæðið. Margar sögur sagði Reynir okkur frá þessum stöðum.
Að lokum var stoppað í Hvalsneskirkju, þar sem fararstjórinn sagði okkur sögu kirkjunnar og Hallgríms Péturssonar, sem var þar fyrstu prestsár sín.
Að endingu fengum við góðan kvöldverð í Röstinni sem er við Garðskagavita.
Eftirminnilegur og skemmtilegur dagur með góðum ferðafélugum.
Sigga
Við Seltún
Á Krísuvíkurbergi
Á Selatöngum
Við Gunnuhver

19 ágúst 2017

Sól og dýrðardásemd....

......var hjá okkur í dag, 11 sem mættum í gönguna í úr Dyradal og inn í Marardal.
Fjölbreytt landslag, litríkt og heillandi, dalir, hryggir og klettabelti urðu á leið okkar og útsýnið dásamlegt. Marardalurinn tók á móti okkur grænn og fallegur og eyddum við dágóðum tíma þar í nesti og náttúruskoðun.
Að göngu lokinni var gengið um dyrnar á Dyradal og þar drukkið seinnakaffið.
Gangan tók tæpa 4 og hálfan tíma, var 12 km og uppsöfnuð hækkun um 600 m.
Sigga
Í Marardal
Þingvallavatn og Skjaldbreiður

17 ágúst 2017

Marardalur

Næsta ganga verður frá Dyradal og inn í Marardal.
Falleg gönguleið á Hengilsvæðinu, ca 8 km fram og til baka.
Hálfsdagsferð, nesti.
Áætluð heimkoma um kl. 15.
Mæting við Iðnsk. Hf. kl. 9 eða við Rauðavatn kl. 9:15.
Spáir bongóblíðu :)
Sigga
Marardalur í Hengli

Í Marardalnum

10 ágúst 2017

Nauthólsvík-Skerjafjörður

Mæting við Iðnsk. Hf. kl. 9 eða í Nauthólsvík kl. 9:15.
Sjóðbað þær sem vilja.
Sundföt.
Nesti eða kaffi á Kaffi Nauthól.
Sigga
Á Kaffi Nauthól

07 ágúst 2017

Svava 60 ára

Flotta Fjallafreyjan Svava Gústavsdóttir er 60 ára í dag 7. ágúst.  Fjallafreyjur senda henni innilegar hamingjuóskir í tilefni tímamótana.

Á Berghylsfjalli júlí 2013
Í Sumarkinn júlí 2017

03 ágúst 2017

Búrfellsgjá

Næsta laugardag verður gengið í Búrfellsgjá.  Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9 eða við upphafsstað göngustígs í gjána kl. 9.10.
Vala

Á Búrfellinu í júní 2009

01 ágúst 2017

Helgafellið

Bara 5 Fjallafreyjur mættu í gönguna á Helgafellið í dag, þrátt fyrir frábært veður.  Fórum gilið í báðum leiðum.
Vala