26 apríl 2014

Útilistaverk í Garðabæ

Garðabær heilsaði okkur með flottu veðri þegar við gengum þangað frá listaverkinu Jötnum við Fjarðarkaup, en markmiðið var að skoða þau útilistaverk sem við vissum um í Garðabæ, en þau eru þó nokkur og alveg ótrúlegt hvað þau hafa farið framhjá manni.   Þegar við áttum leið um Garðatorg kölluðu Sjálfstæðismenn í bænum í okkur og buðu í kaffi og smáspjall og síðan var haldið áfram göngu, að henni lokinni fundum við ótrúlega fínan nestisstað í hraunin við Fjarðarkaup.  Hringurinn sem var genginn var um 8,5 km og tók rúmlega 2 1/2 tíma með kaffitímunum.  Eitt listaverk bíður seinni tíma, nánar tiltekið 31. maí, en þá göngum við um Urriðaholt.  15 mætt í dag.
Vala

 Jónas, Sigrún S, Svana, Sjöfn, Mumma, Sigrún Ó, Dagný, Ella, Gitta, Eygló, Óla, Lillý, Sóla, Magga og Vala tók mynd.

24 apríl 2014

Listaverk í Garðabæ

Gangan hefst við Jötna listaverkið við Fjarðarkaup, þaðan gengið eftir göngustígum yfir í Garðabæ og skoðuð 9 útilistaverk þar.  Hringurinn er um 8,5 km.  Mæting við Fjarðarkaup kl. 10.  Nesti.
Vala

19 apríl 2014

Sól á himni, sól í hjarta

Það gekk á með dimmum élum í morgun, en þrátt fyrir það mættu 8 Fjallafreyjur í Heiðmörkina og gengu í glampandi sólskini og marrandi mjöllinni.  Yndislegt !  Í lok kaffistundarinnar byrjaði að élja og á heimleiðinni var komið myrkur, svo dimmt var élið.  Gleðilega páska !
Vala


Smellið á myndirnar til að skoða þær stærri













18 apríl 2014

Heiðmörk


Nú er um að gera að klæða sig eftir veðri og skella sér í göngu í Heiðmörkinni, mæting við gönguhliðið kl. 10, kaffi á brúsa.  Síðustu 2 laugardaga mættu 13-14 Fjallafreyjur og eftir góða göngu á Álftanesinu bauð Sóla hersingunni heim í kaffi öllum til mikillar ánægju.

Vala

10 apríl 2014

Álftaneshringur

Næsta laugardag verður genginn hringur á Álftanesinu. Mæting við Hrafnistu Hf. kl. 10. Nesti
Verð með ykkur í huganum. Eigið allar gleðilega páska.
Sigga (á leið í ævintýraferð)

03 apríl 2014

Heiðmörk

Þá er komið að fyrstu Heiðmerkurgöngu þessa gönguárs.
Mæting við gönguhliðið kl. 10, kaffi á brúsa og góða skapið með því nú er vor í lofti :)
Sigga

02 apríl 2014

Helgafell


Í góðu veðri mættu 11 Fjallafreyjur og -fákar í fyrstu göngu ársins á Helgafellið.  Ferðin gekk vel og þeir örfáu snjóskaflar sem eftir eru í fjallinu voru ekki til trafala.  Á bakaleiðinni var komið stafalogn og var yndislegt að ganga við þær aðstæður.
Vala