26 apríl 2014

Útilistaverk í Garðabæ

Garðabær heilsaði okkur með flottu veðri þegar við gengum þangað frá listaverkinu Jötnum við Fjarðarkaup, en markmiðið var að skoða þau útilistaverk sem við vissum um í Garðabæ, en þau eru þó nokkur og alveg ótrúlegt hvað þau hafa farið framhjá manni.   Þegar við áttum leið um Garðatorg kölluðu Sjálfstæðismenn í bænum í okkur og buðu í kaffi og smáspjall og síðan var haldið áfram göngu, að henni lokinni fundum við ótrúlega fínan nestisstað í hraunin við Fjarðarkaup.  Hringurinn sem var genginn var um 8,5 km og tók rúmlega 2 1/2 tíma með kaffitímunum.  Eitt listaverk bíður seinni tíma, nánar tiltekið 31. maí, en þá göngum við um Urriðaholt.  15 mætt í dag.
Vala

 Jónas, Sigrún S, Svana, Sjöfn, Mumma, Sigrún Ó, Dagný, Ella, Gitta, Eygló, Óla, Lillý, Sóla, Magga og Vala tók mynd.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli