Fjallafreyjusöngvar

Fjallasöngur Fjallafreyja
Lag: Nú geng ég með á gleðifund

Nú Fjallafreyjur fara á stjá
Fjölling til að klífa á.
Þær orkufiðring allar fá
Er upp á toppinn ná.
Og allar saman óska þær
Að ávallt skíni sólin skær.
Fjöllin eitt
Fjöllin tvö
Fjöllin þrjúFjallafreyjusöngur
Hana nú
Þó skal aftur snú
Í sæluvímu sigrum vér
Sérhvern hól sem fyrir ber.
Og styrkjum fótum stigið er
Á stall, þá hæst hann ber.
Vér drögum andann djúpt að oss
Og dásömum þar berg og foss
Fjöllin eitt
Fjöllin tvö
Fjöllin þrjú
Hana nú
Brátt skal samt aftur snú.
Er hallar degi og húmar að
Heim skal snúið og í bað.
En aftur uppá fjall því að
Við ákaft þráum það.
Ef bóndinn aumur barmar sér
Og býsnast yfir því frúin fer
Fjöllin eitt
Fjöllin tvö
Fjöllin þrjú
Hana nú
Þá heim skal aftur snú.
SSK.


Fjallafreyjur.
(lag: Ó Súsanna)

Þegar lengir dag og lifna blóm
þá leggja þær í ferð,
með áhuga og ánægju
af allra bestu gerð.

Fjallafreyjur,
þær fara nokkuð greitt,
yfir urð og grjót og upp í mót
já, eins og ekki neitt.

Og nú sigta þær á sólarströnd
og setja markið hátt.
Með nestismal og nýja skó
þær nálgast suður átt.

Fjallafreyjur
þær fara......

Að klífa fjöll er feikna púl
það finna margir vel.
Og þreytandi að þjóta fram
með þanið brjóst og stél

Fjallafreyjur.......

Mbjö.





Fjallafreyjugleðisöngur
Lag: Hæ dúllía
Nú Fjallanna Freyjur við fögnum í dag
Frjálslegar allar við syngjum nú brag
Hressar og glaðar við gengum af stað
Og geislandi af fjöri við komum í hlað
Hæ dúllía dúllía dúllía dæ
Hæ dúllía dúllía dúllía dæ
Hressar og glaðar við gengum af stað
Og geislandi af fjöri við komum í hlað


Þótt tærnar þær bláni og hællinn sé sár
Svitinn hann streymi og úfið sé hár
Við kaffið og kexið þá gleymist allt streð
Já kvenfólk er skrítið sko það er auðséð
Hæ dúllía dúllía dúllía dæ
Hæ dúllía dúllía dúllía dæ
Við kaffið og kexið þá gleymist allt streð
Já kvenfólk er skrítið sko það er auðséð


Að ganga til gleði það mottóið er
Og gaman skal hafa af lífinu hér
Syngjum því saman og fögnum um stund
Og samtaka skundum á gleðinnar fund.
Hæ dúllía dúllía dúllía dæ
Hæ dúllía dúllía dúllía dæ
Syngjum því saman og fögnum um stund
Og samtaka skundum á gleðinnar fund.
SSk.

Fjallafreyjusöngur númer 3
Lag: Ef að nú hjá pabba…
Kominn er nú tími til að setjast við að semja
Sumarlegan brag um vor Fjallafreyjumál.
Reynum ekki lengur að hamast við að hemja
Hundraðfalda orkuna og okkar „fjallasál“


Víst er í sveitinni oft svakalega gaman
Svaðilfarir farnar og troðinn snjór og fjöll
Með stjörnublik í augum og frísklegar í framan
Fara þær af stað til að hitta álfa og tröll.


Príla yfir girðingar og hlaupa uppá hóla
Hoppa yfir læki og klöngrast kletta á
Setjar svo á þúfu og naga strá og njóla
Náttúrunnar njóta, já víst er margt að sjá.


Ekki má þó gleyma að næra munn og maga
Margt er það sem leynist í nestistpoka flott
Þó eitt af því sem gera þarf sé línurnar að laga
Langar okkur alltaf í eitthvað sætt og gott.


Óla sér um súkkulaðiði, Gógó kaffið gefur
Gitta bakar hjónasælu og trakterarar af list
Magga tíu sultukrukkur tekið með sér hefur
En tíramisjútertan hennar Völu eru þó fyrst.


Flestar hafa eitthvað gómsætt fram að færa
Fyrirmyndar húsmæður þær allar eru hér
Að telja allt það upp það myndi óstöðugan æra
Allt er best í hófi það sannast víst á mér.


Þetta er  það sem anda okkar upphefur og kætir;
Orkuþrungið fjallaloft og vináttunnar bönd
Gáskaþrungin samveran hún byggir upp og bætir
Og ber okkur á gönguskóm að lífsins sólarströnd.
SSK.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli