22 febrúar 2014

Eigið góðan dag

Á morgun er konudagur. Tilvalið að dekra við okkur sjálfar eða láta bóndann um það.

15 febrúar 2014

Í dag....

...er dásamlegur dagur til göngu og útiveru.
Megi hann vera okkur öllum til gleði og góðrar heilsu :)

12 febrúar 2014

Gott fyrir hjartað

Hlátur; góða hjartameðalið
Sérfræðingar á sviði heilsu hafa nú sannað að hlátur sé gott meðal.
Góð og hressileg hlátursroka sem nær niður í maga getur sent 20% meira blóðfæði um allan líkamann. Í einni rannsókninni komust vísindamenn að því að með því að horfa á gamanmynd jókst blóðflæðið til muna.
Þess vegna gæti hlátur verið hið fullkomna mótefni gegn streitu.
Þegar þú hlærð slaknar á æðakerfinu og æðarnar víkka, segir Dr. Krasuski. Þannig að flissaðu mikið og rektu upp hlátur reglulega. Hjartað þitt mun þakka þér.


Hjartalíf.is

08 febrúar 2014

Þorraganga-þorrablót

Það var yndislegt veður þegar 32 Fjallafreyjur og Fjallafákar lögðu af stað frá Víðivöllum áleiðis að Garðaholti í árlegri þorragöngunni okkar. Logn, sól og 5 stiga hiti. Gengið var í róleheitum í liðlega klukkutíma með smá fræðslustoppi, þar sem Magnús Ingjaldsson sagði frá tilurð húsarústa sem urðu á leið okkar. Þegar komið var aftur að Víðivöllum biðu þar 5 í viðbót eftir hópnnum.
Slegið var upp borðum og gómsætur þorramaturinn settur á.
Matnum voru gerð góð skil og allir fóru saddir og sáttir heim. Góður dagur var að kveldi kominn,

Sigga


06 febrúar 2014

Þorraganga

Þorragangan verður laugard. 8. febr.
Mæting við leikskólann á Viðivöllum kl. 16.
Gengið í  klukkutíma og síðan verður þorraveisla á leikskólalóðinni sem hefst ca kl. 17.
Matur kostar 1000 kr. á mann.
Verið með mannbrodda og stafi meðferðis ásamt mataráhöldum.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Sigga og nefndin

01 febrúar 2014

Ný síða, nýtt ár

   Kæru Fjallafreyjur.
Nú loksins er komin í gagnið nýja heimasíðan okkar, en sú gamla gaf upp öndina fyrirvaralaust.
Verið er að vinna að því að ná öllum gögnunum af henni til að setja á þessa, en óvíst hvort það tekst.
Myndirnar eru samt allar á sínum stað sem betur fer.

    Á nýju ári er ýmislegt á döfinni og það sem er ná næstunni er þorragangan okkar 8. febrúar.
Lagt verður af stað frá bílastæðinu við Hjalla kl. 16, gengin ca klukkutíma hringur og síðan gengið að hinum frábæra þorramat, sem nefndin hefur vega og vanda að, í gerðinu á Víðistaðatúni.
Maturinn kostar 1000 kr. á mann.
Nú geta veður og færð orðið válind á þessum árstíma og ef ekki verður hægt að snæða úti vegna veðurs verður sett upp plan B eins og á síðasta ári.

Vona að þessi síða verði vel notuð og að fullt af efni og myndum haldi áfram að safnast hér saman.

Kær kveðja
Sigga