08 febrúar 2014

Þorraganga-þorrablót

Það var yndislegt veður þegar 32 Fjallafreyjur og Fjallafákar lögðu af stað frá Víðivöllum áleiðis að Garðaholti í árlegri þorragöngunni okkar. Logn, sól og 5 stiga hiti. Gengið var í róleheitum í liðlega klukkutíma með smá fræðslustoppi, þar sem Magnús Ingjaldsson sagði frá tilurð húsarústa sem urðu á leið okkar. Þegar komið var aftur að Víðivöllum biðu þar 5 í viðbót eftir hópnnum.
Slegið var upp borðum og gómsætur þorramaturinn settur á.
Matnum voru gerð góð skil og allir fóru saddir og sáttir heim. Góður dagur var að kveldi kominn,

Sigga


2 ummæli:

  1. Hugrenningar margskonar
    nú á blað má festa.
    Því heimasíðan týnd sem var,
    byrtir nú allt það besta.

    Fjallafreyjur glaðlegar
    ávallt Þorrann ganga.
    Og það sýna myndirnar
    er leikur bros um vanga.

    Fákar flottir fóru með
    Freyjurnar að kæta.
    Til að létta okkar geð
    og félagsandann bæta.

    Ég vil þakka ykkur öllum fyrir frábæran dag. KK.Gitta.

    SvaraEyða
    Svör
    1. Gitta mín, þú ert snillingur með orðin. Þakka einnig fyrir frábærar dag. Bkv. Vala

      Eyða