29 nóvember 2014

Logn

Yndislegt veður í dag, 4°, logn, þurrt og gott skyggni.  Lækurinn og sjórinn í höfninni spegilsléttir, en gengið var upp með Læk og Reykdalsbrekkuna upp á Öldu þaðan meðfram Klausturgarðinum og niður Hvamma.  15 mætt í dag.
Vala

15 nóvember 2014

Jólaföndur og ganga

Það voru 14 Fjallafreyjur sem mættu í göngu í bongóblíðu í dag.
Gengið var um gamla vesturbæinn, þar sem Eygló leiddi okkur um sínar æskuslóðir og fræddi okkur um hús og ábúendur fyrr á árum.
Eftir göngu var farið í föndrið að Herjólfsgötu 36, þar sem biðu okkar góðar veitingar og sest var að kaffidrykkju og byrjað að föndra .10 til viðbótar bættust þar í hópinn. Að þessu sinni var afraksturinn krúttlegur jólasveinn.
Bestu þakkir; Eygló fyrir leiðsögninga, Gógó fyrir að taka á móti okkur og föndurnefndin fyrir veitingarnar og skipulagninguna, Sigrún St. Alla og Óla.
Góður og skemmtilegur dagur
Sigga

13 nóvember 2014

Jólaföndur

Hið árlega jólaföndur verður næsta laugardag.
Mæting við Herjólfsgötu 36 kl. 10 og gengið í klukkutíma.
Þær sem ekki ætla að ganga mæta kl. 11.
Kaffi og meðlæti, verð 500 kr.
Sigga

08 nóvember 2014

Sól

Yndislegt að ganga í dag.  Hiti við frostmark, hægur vindur, sól og þurrar götur.  Gengum rösklega "Leggjarbrjótshringinn" og nutum útsýnisins,  fjallahringurinn skartaði sínu fegursta.  16 mætt í dag.
Vala

01 nóvember 2014

Vorveður

Hringurinn í dag var í lengra lagi þar sem veður var alveg meiriháttar gott, 9°C, logn og þurrt.  Gengið var með Læk, um Setbergshverfið yfir að Kaplakrika, þaðan að Sólvangi og síðan aftur með Læknum á bakaleiðinni.  19 mætt í dag.
Vala