19 september 2019

Hrauntunguskógur

Gengið verður um Hrauntunguskóg næsta laugardag. Ekið er eftir grófum vegi frá Krýsuvíkurvegi að skóginum. Skógur þessi er mjög skemmtilegur en grófur yfirferðar, engir stígar en í besta falli troðningar svo mikilvægt er að vera í góðum skóm. Á köflum er smá klöngur, kannski ekki að allra skapi en aðrir gætu haft gaman af. Þarna er einnig vandratað svo nauðsynlegt er að halda vel hópinn. Mæting við Tækniskólann í Hafnarfirði kl. 9.
Vala



13 september 2019

Heiðmörk, austanverð

Þar sem Veðurstofan boðar rigningu og blástur á morgun er Vatnagöngunni frestað (ath. næsta laugardag) þess í stað verður gengið í Heimörk, austanverðri. Genginn verður hringur frá Borgarstjóraplani, eftir góðum stígum og í skjóli skógar. Haustlitirnir prýða skóginn þessa dagana. Mæting við Tækniskólann í Hafnarfirði kl. 9.
Vala




06 september 2019

05 september 2019

Úlfarsfell

Úlfarsfell næsta laugardag. Gengið verður upp norðanmegin og niður að austan. Um 5 km hringur og 230 m gönguhækkun. Mæting við Tækniskólann í Hafnarfirði kl. 9 eða við Skarhólabraut í Mosó kl. 9.15, þaðan mun Sigga lóðsa bílana að upphafsstað göngunnar. Þurfi að breyta áætlun vegna veðurútlits verður það tilkynnt hér á síðunni á föstudagskvöld. Fylgist með !




02 september 2019

Helgafell

Síðasta Helgafellsganga Fjallafreyja þetta árið verður á morgun þriðjudag kl. 17.30 frá bílastæðinu fyrir fjallið.
Vala

29 ágúst 2019

Sporhelludalir

Laugardaginn næsta verður gengið á Hengilssvæðinu: Sporhelludalir. Gengið verður frá Nesjavallaleiðinni 6-7 km stikuð leið í mishæðóttu landslagi. Mikil náttúrufegurð og útsýni. Mæting við Tækniskólann í Hafnarfirði kl. 9 eða við Rauðavatn kl. 9.15.
Vala



27 ágúst 2019

María áttræð

Þessi frábæra Fjallafreyja er áttræð í dag.
Innilegar hamingjuóski með daginn þinn frá Fjallafreyjum og Fákum.

22 ágúst 2019

Sólarhringur

Á laugardaginn verður genginn "Sólarhringurinn", en það er stikuð leið uppi á Vífilstaðahlíðinni, frekar seinfarin þar sem hún er á köflum grýtt og einnig tefur lúpínan för. Ætla má að gangan taki um 3 1/2 klst Mæting við Tækniskólann í Hf. kl 9 eða á stóra malbikaða bílaplaninu við Vífilstaðahlíðana kl. 9.05 (ekið inn í Heiðmörkina við Maríuhella).
Vala




08 ágúst 2019

Rauðavatn-Hafravatn

Næstkomandi laugardag verður genginn 5. áfangi í vatnaþema; frá Rauðavatni að Hafravatni, heilsum uppá Reynisvatn og Langavatn á leiðinni. Þetta ætti að vera um 10 km langt og að mestu á slóðum (misgóðum þó)  Mæting eingöngu við Tækniskólann í Hafnarfirði kl. 9.                    ATH 2 í bíl.
Vala

Við Rauðavatn

Hafravatn

05 ágúst 2019

02 ágúst 2019

Undirhlíðar

Næsta laugardag verður gengið hjá Undirhlíðum.
Mæting við Tækniskólann í Hf. kl. 9 eða á bílastæðinu við Kaldársel kl. 9:10.
Gangan tekur ca 2 tíma.
Sigga

25 júlí 2019

Fögruflatarhorn

Næsta laugardag er ætlunin að fara á Fögruflatarhorn, gæti þó breyst þar sem veðurspáin er ókræsilegt. Fögruflatarhorn er í vestanverðum Sveifluhálsi, ekið er eftir Djúpavatnsleið að Katli, gengið upp með honum og síðan hlíðin þveruð og út á hornið. Mjög margt ber fyrir auga á þessari leið sem er um 7,5 km löng og gæti tekið 3 1/2 til 4 tíma. Uppsöfnuð hækkun er um 300 m en þó aldrei langir samfelldir kaflar. Mæting við Iðnskólann/Tækniskólann i Hafnarfirði kl. 9.
ATH fylgist með hér á síðunni, verði breyting kemur hún fram síðdegis á morgun föstudag.
Vala

Fögruflatarhorn fyrir miðju


Háhitasvæði við Hettu

18 júlí 2019

Á Hekluslóðum

Næsta laugardag förum við í dagsferð inn í Haukadal undir Heklurótum. Gitta og Maggi taka á móti okkur í bústaðnum sínum. Gengið í fögru umhverfi frá bústaðnum.
Nesti.
Sigga

11 júlí 2019

Þyrilsnes

Á laugardaginn verður farið á Þyrilsnes í Hvalfirði. Genginn verður um 7 km hringur á nesinu og umhverfið skoðað. Mæting við Iðnskólann/Tækniskólann í Hafnarfirði kl. 9 eða við Krónuna í Mosó kl. 9.15.
Vala

Þyrilsey, Hvalfell f. miðju

Þyrill

Þyrilsnes

04 júlí 2019

Elliðavatn-Rauðavatn

Næsta laugardag förum við 4. áfangannn í vatnaþema; Elliðavatn-Rauðavatn. Leiðin er um 7 km löng, en við munum gefa okkur góðan tíma til að skoða okkur um í Rauðhólunum svo eitthvað bætist við þar. Mæting við Iðnskólann/Tækniskólann í Hafnarfirði kl. 9. ATH 2 í bíl.
Vala
Elliðavatn

Rauðhólar

Rauðavatn

01 júlí 2019

Helgafell

Á morgun þriðjudag kl. 17.30 frá nýja bílastæðinu fyrir Helgafellið,
Vala

27 júní 2019

Tröllafoss

Nk. laugardag göngum við upp með Leirvogsá í Mosfellssveit og að Tröllafossi. Stiklum eða vöðum yfir ána fyrir ofan fossinn og göngum svo niður með ánni niður að Hrafnhólum.
5-6 km hringur.
Mæting við Iðnsk./Tæknisk. í Hf. kl. 9 eða við Krónuna í Mosó kl. 9:20.
Sigga
Tröllafoss

24 júní 2019

Grindarskörð, jónsmessuganga

Jónsmessuganga verður upp í Grindarskörð þriðjud. 25. júní.
Mæting kl. 21 við Iðnsk/Tæknisk. í Hf.
Sigga

19 júní 2019

Galtafell í Hrunamannahreppi

Næsta laugardag verður farin dagsferð austur í Hreppa.
Gengið uppá Galtafell frá Hrunalaug, framhjá Hólahnjúkum og að Hrepphólakirkju.
200 m hækkun, 11 km og tekur 4-5 tíma.
Eftir göngu farið á Farmers Bistro á Flúðum og borðað þar af hlaðborði.
Möguleiki að fara í Gömlu laugina ef áhugi er fyrir hendi.
Mæting við Iðnsk/Tæknisk. í Hf. kl. 9 eða við Rauðavatn kl. 9:15.
Sigga
Séð yfir Miðfellshverfið að Galtafelli

Við Hrunalaug

13 júní 2019

Háibjalli-Snorrastaðatjarnir

Næsta laugardag verður farið að Háabjalla og Snorrastaðatjörnum. Ekið frá Grindavíkurvegi eftir línuvegi að Háabjalla og gengið þaðan að tjörnunum. Þetta er ekki mikil ganga og munum við gefa okkur góðan tíma til að skoða þessa fallegu náttúru sem þarna er. Mæting við Iðnskólann/Tækniskólann í Hafnarfirði kl. 9.
Vala

Snorrastaðatjarnir

Háibjalli í fjarska

07 júní 2019

Sléttuhlíð

Næsta laugardag verður gengið um Sléttuhlíð í Hafnarfirði.
Mæting við Iðnsk/Tæknisk. í Hf. kl. 9
Sigga

30 maí 2019

Vífilstaðavatn-Elliðavatn

Nú er komið að þriðja áfanga í vatnaþema. Gengið verður frá Vífilstaðavatni að Elliðavatni, áætluð gönguvegalengd um 9 km. Leiðin meðfram Grunnavatni er frekar úfin, en að öðru leiti er þetta þægilegt. Mæting við Iðnskólann/Tækniskólann í Hafnarfirði kl. 9. ATH 2 í bíl.
Vala

Vífilstaðavatn

Grunnavatn

Við Elliðavatn

23 maí 2019

Hestvík- Eldborg við Þingvallavatn

N.k. laugardag höldum við í Grafninginn. Gengið verður frá Hestvík að afar fallegri Eldborg. Umhverfi Þingvallavatns er mjög fallegt á þessum slóðum. Þetta ætti að vera þægileg ganga. Dagsferð. Mæting við Iðnskólann/Tækniskólann í Hafnarfirði kl. 9 eða við Rauðavatn kl. 9.15. 
Vala



16 maí 2019

Mosfellsbær

Næsta laugardag göngum við í Mosfellsbæ. Gengið verður á Reykjafjall, þaðan á Æsustaðafjall og gegnum Skammadal og í Sumarkinn.
Gönguhækkun ca. 200 m og þetta er um 8 km. hringur.
Mæting við Iðnsk/Tæknisk. í Hf. kl. 9 eða við Krónuna í Mosó kl. 9:20.
Sigga
Í Sumarkinn

Séð inn í Skammadal af Reykjafjalli

09 maí 2019

Hvaleyrarvatn-Vifilstaðavatn

Næsta laugardag verður genginn 2. áfangi í vatnaþema. Gengið verður frá Hvaleyrarvatni, um Gráhelluhraun að Urriðavatni/Urriðakotsvatni, eftir Berklastíg að Vífilstaðavatni. Þetta ætti að vera um 8 km leið í að mestu íslensku landslagi, svo gönguskór koma að góðum notum. ATH bara 2 í bíl svo hægt sé að flytja fólk milli upphafs- og endastaða. Mæting við Iðnskólann/Tækniskólann í Hafnarfirði kl. 9.

Hvaleyrarvatn

Í Gráhelluhrauni

Á Berklastíg

06 maí 2019

Helgafell

Á morgun þriðjudag kl. 17.30 frá nýja bílastæðinu fyrir Helgafellið,
Vala

04 maí 2019

Kjalarnes

20 mættu í göngu um Kjalarnesið í dásemdarveðri.
8 km og tæpir 3 tímar.



02 maí 2019

Kjalarnes

Næsta laugardagsganga verður á Kjalarnesi. Genginn falleg leið meðfram ströndinni að Nesvík og uppá Borgarhóla. Léttur og skemmtilegur hringur, 7.5 km.
Mæting við Iðnsk./'Tæknisk. í Hf. kl. 9, Krónuna í Mosfellsbæ kl. 9:20 eða við sundlaugina á Kjalarnesi kl. 9:30.
Sigga
Borgarhólar
Add caption

25 apríl 2019

Eldvörp - Tyrkjabyrgi

N.k. laugardag verður genginn um 7,5 km hringur í Sundvörðuhrauni (vestan við Bláa lónið), farið verður um Árnastíg, Brauðstíg, Tyrkjabyrgi og Eldvörp.  Þarna er margt að sjá, en hluti leiðarinnar er mjög grófur yfirferðar eins og oft vill vera í hrauni, þess vegna er nauðsynlegt að vera vel skóaður. Gera má ráð fyrir að ferðin taki 4-5 klst og þar af ganga um 3 klst.  Mæting við Iðnskólann/Tækniskólann í Hafnarfirði kl. 9.
Vala