30 júní 2018

Viðeyjar ferð

10 mættu í frekar blauta en góða göngu út í Viðey. Gengið var meðfram suðvestur strandlengjunni, rústir þorpsins skoðaðar og drukkið kaffi við gamla tankinn sem hýsir nú Viðeyjarfélagið. Margt að sjá. Ljósmyndasýning skoðuð í gamla skólahúsinu. Mest bjuggu 138 manns  í þorpinu á suðurenda eyjunnar sem reis í tengslum við fiskverkun miljónafélagsins uppúr 1908.
Genginn vegurinn til baka og að Friðarsúlunni.
Þetta var 5 km rölt og tók 2 tíma með kaffi- og skoðunarstoppum
Sigga
Komin í eyna

Á leið að minnismerki Skúla fógeta

Kaffi 
Margt að sjá

28 júní 2018

Viðey

Næsta laugardag verður siglt út í Viðey. Förum frá Skarfabakka kl. 10:15 og áætluð sigling til baka er kl. 13:30. Göngum hring meðfram strönd suðaustur hluta   eyjunnar og skoðum rústir gamla þorpsins. Förum að Friðarsúlunni eftir það.
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9:20, ath. breyttan tíma.
Nesti.
Sjáumst.
Sigga


26 júní 2018

Hreppaferð

15 mættu í blauta göngu á Núpstúnskistu og að Hreppólakirkju í Hrunamannahreppi.
Það kom þó ekki að sök, því veður var milt og lygnt.
Gangan tók rúma 4 tíma og var ca 8 km með 200 m hækkun.
Ferðin endaði á Farmers Bistro á Flúðum á góðum kræsingum.
Sigga
Hóppurinn við NúpstúnsNípu
Gengið niður að Hrepphólakirkju
Sælkerahlalðborg á Farmers Bistro hjá Flúðasveppum

21 júní 2018

Dagsferð í Hrunamannahrepp.

Næsta laugardag förum við dagsferð í Hrunamannahrepp. Göngum upp frá Galtafelli á Núpstúnskistu og fram á Nípu. Þaðan að Hólahnjúkum, sem eru skemmtilegir stuðalbergshnjúkar. Göngum siðan að Hrepphólakirkju, þar sem undirrituð var skírð, fermd og gift.  Eftir það göngum við  á láglendi að bílunum aftur. Þetta er ca 200 m hækkun, þægileg ganga og tekur 3-4 tíma.
Síðan er ekið að Flúðum og snætt af Sælkerahlaðborði Farmers Bistro, www.farmersbistro.is   sem samanstendur af sveppasúpu, heimabökuðu brauði og gúmmulaði úr héraði.
Veðurspá er milt veður, logn og má búast við smá vætu.
Nesti.
Mæting við Iðnsk. Hf. kl. 9 eða við Rauðavatn kl. 9:15.
Ég tek á móti ykkur við afleggjarann heim að Galtafelli.
Sigga
Núpstúnskista til vinstri, Hólahnjúkar til hægri
Miðfellsfjall til vinstri, Galtafell fyrir miðju og Núpstúnskista til hægri. Myndin er tekin af Langholtsfjalli

19 júní 2018

Sólstöðuganga á Smáþúfur

N.k. fimmtudag er kvöldganga í tilefni sumarsólstaða á Smáþúfur í Lág-Esju. Gangan hefst nálægt vigtarplaninu við mynni Blikdals og reikna má með að hún taki um 3 klst.  Hækkun um 500 metrar.  Þetta er þægileg fjallganga, frekar aflíðandi og gott gönguland.
Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 20 eða við Krónuna í Mosó kl. 20:20.
Vala



16 júní 2018

Með bökkum Suðurár

Notaleg ganga í logni og léttri rigningu í fallegu umhverfi.  Eitthvað var þó flugan að stríða okkur í nestistímanum og var hann þar af leiðandi mjög stuttur.  15 gengu um 5 km á 2 klst.
Vala








14 júní 2018

Suðurá frá Silungapolli

Næstkomandi laugardag verður gengið frá Hófleðurshóli við Silungapoll og meðfram Suðurá.
Suðurá (Hólmsá syðri) er kvísl úr Hólmsá sem rennur í Helluvatn.  Hólmsá rennur úr Nátthagavatni og í  Elliðavatn, nálægt Rauðhólum breytist reyndar nafnið í Bugða. Á árum áður var töluverð sumarhúsabyggð á þessum slóðum og má enn sjá merki þess.
Þetta er frekar þægileg um 5 km náttúruganga á bökkum árinnar og má reikna með 2-3 klst. í gönguna og nestið.
Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9 eða við Rauðavatn kl. 9.15.
Vala
Við Silungapoll

Suðurá

09 júní 2018

Frábær dagur

Góð ganga frá Vindáshlíð og niður í Fossárdal í Hvalfirði. Veðrið lék við okkur, mikil náttúrufegurð og góðir göngufélagar.
10 mættu, 9 km og þrír og hálfur tími.
Sigga

Vindáshlíð

Hvalfjörður

07 júní 2018

Vindáshlíð-Fossárdalur

Næsta laugardag verður gengin falleg leið upp frá Vindáshlíð í Kjós. og niður í Fossárdal í Hvalfirði.
Þetta er um 8 km leið og tekur 3-4 tíma.
2 saman í bíl, þar sem við skiljum helming bílanna eftir við skógræktina í Hvalfirði.
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9 eða við Krónuna í Mosó kl. 9:20 með nesti og jafnvel vaðskó, því við þurfum að stikla eða vaða yfir ár.
Sjáumst.
Sigga


04 júní 2018

01 júní 2018

Dagný sjötug

Til hamingu með sjötugsafmælið elsku Dagný.
Alltaf jafnspræk, þrátt fyrir aldurinn.
Bestu kveðjur
Fjallafreyjur
Í Marardal 2011