10 mættu í frekar blauta en góða göngu út í Viðey. Gengið var meðfram suðvestur strandlengjunni, rústir þorpsins skoðaðar og drukkið kaffi við gamla tankinn sem hýsir nú Viðeyjarfélagið. Margt að sjá. Ljósmyndasýning skoðuð í gamla skólahúsinu. Mest bjuggu 138 manns í þorpinu á suðurenda eyjunnar sem reis í tengslum við fiskverkun miljónafélagsins uppúr 1908.
Genginn vegurinn til baka og að Friðarsúlunni.
Þetta var 5 km rölt og tók 2 tíma með kaffi- og skoðunarstoppum
Sigga
|
Komin í eyna |
|
Á leið að minnismerki Skúla fógeta |
|
Kaffi |
|
Margt að sjá |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli