Suðurá (Hólmsá syðri) er kvísl úr Hólmsá sem rennur í Helluvatn. Hólmsá rennur úr Nátthagavatni og í Elliðavatn, nálægt Rauðhólum breytist reyndar nafnið í Bugða. Á árum áður var töluverð sumarhúsabyggð á þessum slóðum og má enn sjá merki þess.
Þetta er frekar þægileg um 5 km náttúruganga á bökkum árinnar og má reikna með 2-3 klst. í gönguna og nestið.
Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9 eða við Rauðavatn kl. 9.15.
Vala
Við Silungapoll |
Suðurá |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli