31 maí 2014

Urriðaholt

14 Fjallafreyjur mættu í mildu en blautu veðri til göngu um Urriðaholtið.  Gengið var meðfram Urriðavatni, stoppað við rústir Urriðakots og síðan um byggingasvæðið upp á holtið, þar er skilti með myndum af fyrirhugaðri byggð á svæðinu, sem gæti orðið all mikil. Þarna eins og víða í landi Garðabæjar hafa verið sett flott fræðsluskilti.  Af háholtinu var haldið niður í skóginn framhjá stríðsminjunum.  Á árum áður gengum við oft í þennan skóg frá Heiðmörk og fannst okkur mikið til koma hvað hann hafði vaxið síðan þá.  Komið var að húsi Náttúrufræðistofnunar en þar hjá stendur listaverkið Táknatré eftir Gabriellu Friðriksdóttur o.fl.  Kíktum á málverkasýningu áður en malirnir varu teknir úr bílunum og haldið út í hraun og nestinu gerð góð skil.  Þetta tók tæpa 2 tíma og gengum við um 4,5 km.
Vala







29 maí 2014

Urriðaholt

Gengið umhverfis og uppá Urriðaholt.  Stutt ganga innan við 2 klst., gott að vera í gönguskóm.  Mæting við Bónus Kauptúni í Garðabæ kl. 9.  Nesti.
Vala

24 maí 2014

Þingvellir

Það var heldur blautt og hryssingslegt veður sem tók á móti okkur á Þingvöllum í dag.
Það hindraði  þó ekki þær 9 Fjallafreyjur sem mættu,  í að ganga í þrjá og hálfan tíma.
Við slepptum því að ganga að eyðibýlinu Skógarkoti í þetta sinn, það bíður betri tíma.
Blautar en ánægðar komum við heim um kl. rúmlega 14.
Sigga

22 maí 2014

Þingvellir-kirkjuganga

Við höldum að Þingvöllum nk. laugardag. Ökum að Hakinu, göngum niður Almannagjá og förum að kirkjunni og kíkjum inn ef hún er opin. Förum síðan eftir stígum niður að vatninu að eyðibýlinu Vatnskoti, göngum eftir Vatnskotstíg að eyðibýlinu Skógarkoti. Þaðan að Öxarár fossi og nágrenni.
Þetta er ca 12 km hringur.
Nesti og dagsferð. Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9, eða við Krónuna í Mosó kl. 9:20.
Sigga

18 maí 2014

Heiðmörk-Hvaleyrarvatn

Á morgun, 19. maí hefjast síðdegisgöngurnar á mánud. og miðvd. þar sem síðdegisleikfiminni er lokið.
Mæting á mánudögum við gönguhliðið í Heiðmörk við Vífilstaða hlíð kl. 17 og við Hvaleyrarvatn á bílastæði fjær á miðvikudögum kl. 17. Gengið í ca klukkutíma.
Sjáumst.
Sigga

17 maí 2014

Sandahlíð

Eftir hellidembur í morgunsárið vorum við öllu búnar er við hófum gönguna við bílastæðið í Sandahlíðinni, en okkur til mikillar ánægju komu aðeins örfáir dropar á okkur og var hið fínasta veður.  Gengið var eftir skógarstígum í hlíðinni yfir að Guðmundarlundi og hann skoðaður þvers og kruss og síðan haldið til baka eftir reiðstígum og skógarstígum og farið upp á Sandahlíðina  í 160 m.y.s. en þaðan er mjög víðsýnt, skyggni hefði þó mátt vera betra.  Á þessu svæði er mjög flott aðstaða fyrir nesti og grill og einnig leiksvæði fyrir börnin.  Þetta tók um 2 1/2 klst og voru 9 mættar.
Vala

15 maí 2014

Sandahlíð

Gengnir malarstígar í Sandahlíð að Guðmundarlundi.  Hringleið tekur ca 2-3 klst. með nestinu.
Hittumst á malbikaða planinu við Vífilstaðavatn kl. 9.  Nesti.

12 maí 2014

Gráuhnúkar

Það voru 14 sem mættu í göngu á Gráuhnúka á Hellisheiðinni í fallegu björtu veðri. Gengið var í 2 tíma í fjölbreyttu landslagi.


08 maí 2014

Gráuhnúkar

Þá eru það Gráuhnúkar á Hellisheiðinni sem er gönguleiðin okkar nk. laugardag.
Mæting við Iðnskólann í Hf. kl. 9 eða við Rauðavatn kl. 9:15.
Nesti og hlýr klæðnaður. Hálfsdagsferð.
Þórunn verður göngustjóri í þetta sinn.
Sigga

06 maí 2014

Helgafell

5 hressar Fjallafreyjur nutu veðurblíðunnar á Helgafellinu, fljótlega var sólin farin að skína og  jakkarnir komnir um mittið.  Gustaði aðeins á kafla en það jók bara á hressleikann.
Vala


05 maí 2014

03 maí 2014

Blikastaðahringur

Það voru 14 Fjallafreyjur sem gengu góðan hring í Mosó í dag. Lögðum af stað frá Lágafellskirkju, gengnum í gegnum bæinn niður að sjónum (Leirvognum) og fyrir Blikastaðanesið. Gengum framhjá Skálatúni og aftur upp að kirkjunni. Þetta tók rúmlega einn og hálfan tíma. Vindurinn tók hressilega á okkur á köflum, en það kom ekki að sök og við fundum okkur kaffiskjól í kirkjugarðinum upp við kirkjuvegginn.

Sigga

01 maí 2014

Blikastaðahringur í Mosó

Næsta laugardag göngum við á göngustígum í Mosfellsbæ, Blikastaðahring sem er um 7,5 km langur
Mæting við  Iðnsk. í Hf, kl 9 eða við Lágafellsskirkju kl. 9:20. Nesti.
Sigga