31 maí 2014

Urriðaholt

14 Fjallafreyjur mættu í mildu en blautu veðri til göngu um Urriðaholtið.  Gengið var meðfram Urriðavatni, stoppað við rústir Urriðakots og síðan um byggingasvæðið upp á holtið, þar er skilti með myndum af fyrirhugaðri byggð á svæðinu, sem gæti orðið all mikil. Þarna eins og víða í landi Garðabæjar hafa verið sett flott fræðsluskilti.  Af háholtinu var haldið niður í skóginn framhjá stríðsminjunum.  Á árum áður gengum við oft í þennan skóg frá Heiðmörk og fannst okkur mikið til koma hvað hann hafði vaxið síðan þá.  Komið var að húsi Náttúrufræðistofnunar en þar hjá stendur listaverkið Táknatré eftir Gabriellu Friðriksdóttur o.fl.  Kíktum á málverkasýningu áður en malirnir varu teknir úr bílunum og haldið út í hraun og nestinu gerð góð skil.  Þetta tók tæpa 2 tíma og gengum við um 4,5 km.
Vala







Engin ummæli:

Skrifa ummæli