30 apríl 2015

Mosfellsbær/sveit

Á laugardag göngum við ca 12 km hring á Mosfellsbæjarsvæði.
Byrjum hjá Lágafellskirkju, göngum meðfram Úlfarsfelli að Hafravatni, þaðan að Reykjum, niður með Varmá að Álafossi og þaðan aftur að Lágafellskirkju.
Mæting við Iðnsk. Hf. kl. 9 eða við Lágafellskirkju kl. 9:20. Ath. breyttan tíma.
Nesti. Áætlaður göngutími 3 klst.
Sigga


25 apríl 2015

Búrfellsgjá

Skv. upplýsingum Jónasar skelltu 18 sér í Búrfellsgjánna í morgun, gengu 5,5 km og tóku gangan og "sólarkaffið" rúma 2 tíma.
Vala

24 apríl 2015

Gleðilegt sumar - Búrfellsgjá

Sumri fagnað með göngu í Búrfellsgjá.  Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 10 eða í Heiðmörk við upphaf gönguleiðarinnar að gjánni (Hjallaendi) kl. 10.10. Nesti.
Vala

21 apríl 2015

Helgafellið..

..tók vel á móti okkur, hiti 6°C, þurrt og smá blástur, en vind hafði þó lægt mikið frá því fyrr í dag.  Bara 3 mættar í þetta sinn, vonandi meiri þátttaka næst.
Vala


Helgafell

Í dag þriðjudag kl. 17.30.
Vala

18 apríl 2015

Gróttan og Seltjarnarnesið

Fín gangan á Seltjarnarnesinu í dag. Gengum út í Gróttu, umhverfis Golfvöllinn, skoðuðum urtagarðinn og kíktum inn um gluggana á Nesstofunni, Settumst síðan á fjörusteina og snæddum nestið okkar. Veður var nokkuð bjart en blés hressilega á okkur.
21 mættu og gangan tók einn og hálfan tíma.
Sigga

16 apríl 2015

Grótta-Seltjarnarnes

Næsta laugardag förum við á Seltjarnarnesið og göngum eftir göngustígum á Nesinu, Förum út í Gróttuvita ef fært er, kringum golfvöllinn og kíkjum á Nesstofu.
Gönguleið 6-7 km, ca einn og hálfur tími (2 tímar með nesti)
Mæting á bílastæðinu við Iðnsk. í Hf. kl. 10 eða á bílastæðinu við Gróttu kl. 10:15.
Nesti.
Minni á Helgafell næsta þriðjudag (21.apríl) kl. 17:30.
Sigga

11 apríl 2015

Norðangarrri

Hann var napur á norðan þegar lögðum í strandgönguna frá Mosfellsbæ í morgun. Það var þó bjart og fallegt meðfram ströndinni en gengið var frá Lágafellsskóla og að Geldinganesi. Gönguleiðin var stytt nokkuð og tók gangan klukkustund. Nesti var snætt í skjóli og sól.
8 voru mættir.
Sigga





10 apríl 2015

Strandganga

Göngum næsta laugardag eftir strandlengjunni Mosfellsbær-Grafarvogshverfi, ca 8-9 km.
Mæting við Iðnsk. í Hf kl. 10, eða við Varmárskóla í Mosó kl. 10:30.
2 í bíl. Nesti og mannbroddar.
Sigga

04 apríl 2015

Heiðmörkin ..

.. tók vel á móti okkur, hiti um 7°C, litilsháttar væta í lofti og skjólgott.  Gengum í ca 1 klst og að sjálfsögðu settumst við niður í kaffi að göngu lokinni. 9 mættar í dag.
Ákveðið var að fresta fyrirhugaðri göngu á Helgafellið um 2 vikur þ.e. til 21. apríl vegna leysinga í fjallinu.
Vala

03 apríl 2015

Heiðmörk.

Sælar.
Þá er komið að fyrstu Heiðmerkurgöngunni þetta árið. Mæting við hliðð kl. 10. Kaffi á brúsa meðferðis. Takið mannbroddana með til öryggis.
Hlakka til að sjá ykkur.
Sigga