31 ágúst 2018

Plan B

Hrauntunguskógur við Krýsuvíkurveg.  Gengið um þennan skemmtilega skóg í eigu Skógræktar ríkisins. Þarna eru ekki stígar en troðnar slóðir í hrauninu, nauðsynlegt að vera í góðum skóm.  Gengið verður í u.þ.b. 2 klst.  Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9
Vala




Þórustaðastígur

Á morgun laugardag verður gengið frá Vigdísarvöllum eftir stikaðri leið; Þórustaðastíg. Stígur þessi liggur yfir Núpshlíðarháls, meðfram Keili og norður að Þórustöðum í nágrenni Kálfatjarnar.  Við munum eingöngu ganga hluta leiðarinnar, þ.e. frá Vigdísarvöllum yfir Núpshlíðarhálsinn, Selsvelli og í átt að Driffelli, síðan verður gengin svipuð leið til baka.  Þetta gætu orðið 10-12 km, en veður og stemming mun þó ráða þar nokkru um.  Hækkun er um 200 m x 2.  Veðurspáin hefur verið heldur óhagstæð en hefur farið batnandi.  Tilbúið er plan B ef spáin versnar aftur þegar nær dregur.
Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9.
Vala
Vigdísarvellir

Selsvellir, Moshóll, Drifffell og toppur Keilis

26 ágúst 2018

Hafravatn-Hafrahlíð- Lali

13 mættu í göngu í dásamlegri blíðu síðasta laugardag.
Genginn ca 3/4 hringur í kringum spegilslétt Hafravatnið, staldrað við, við Hafravatnsréttina gömlu og síðan haldið uppá Hafrahlíðina þar sem er gott útsýni yfir vatnið og nágrennið. Þar á eftir haldið uppá Lala þar skammt frá sem er 245 mys.
Eftir það var haldið niður bratta hlíðina og að bílunum aftur.
Rúmir 8 km og 3 tímar.
Yndislegur dagur í fögru umhverfi og góðum félagsskap.
Sigga
Við Hafravatn með Esjuna í bakgrunni
Á bryggjunni

Við Hafravatnsrétt
Á brún Hafrahlíðar með Hafravatn í baksýn
Lali

23 ágúst 2018

Hafravatn-Lali.

Næsta laugardag göngum við hálfan hring í kringum Hafravatn og síðan uppá Lala frá Hafravatnsréttinni. Falleg og auðveld gönguleið, 6-7 km, ca 150 m hækkun og tekur 3 tíma.
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9, eða við Hafravatn kl. 9:20.
Veðurspáin er góðSigga

Við Hafravatn
Á Lala
Hafravatn og  Lali

13 ágúst 2018

Glúfrasteinn-Helgufoss-Bringur

19 mættu í góða göngu í ágætisveðri í Mosfellsdalinn.
Lagt var af stað frá Gljúfrasteini og gengin þægileg og fallegleið upp með Köldukvísl. Gengið var að Helgukletti ( eða Hrafnakletti)  við Helguhvamm, þar sem Helgufoss fellur fram af litlu hamrabelti. Eftir að hafa dáðst að fossinum litla stund var gengið að eyðibýlinu Bringum, en síðasti ábúandinn fór af jörðinni 1963.
Eftir gott nesti við Helguklett var gengið til baka.
8.5 km, 3 klst.
Góður dagur að baki.
Sigga
19 hófu göngu við Gljúfrastein

Við Helgufoss

Nesti við Helguklett
Við eyðibýlið Bringur

Í garðinum við Gljúfrastein

09 ágúst 2018

Á slóðum skáldsins; Gljúfrasteinn-Helgufoss-Bringur

Næsta laugardag göngum við dásamlega gönguleið upp með Köldukvísl norðan við Grímannsfell.
Hefjum gönguna við Gljúfrastein, göngum eftir slóða að fallegum fossi sem heitir Helgufoss og þaðan að eyðibýlinu Bringur.
Þetta er 7 km leið fram og til baka og auðveld yfirferðar.
Áætlaður heimkomutími um kl. 13.
Mæting við Iðnskólann í Hf. kl. 9, eða við Krónuna í Mosó kl. 9:20.
Góð veðurspá :)
Sigga
Gljúfrasteinn
Helgufoss
Bringur

03 ágúst 2018

Búrfellsgjá

Næsta laugardag göngum við inn í Búrfellsgjá. Falleg gönguleið uppá gíginn.
Ferðin tekur ca 2 tíma.
Mæting við Iðnsk. í Hf. kl. 9
Sigga
Gjáin og gígurinn