Genginn ca 3/4 hringur í kringum spegilslétt Hafravatnið, staldrað við, við Hafravatnsréttina gömlu og síðan haldið uppá Hafrahlíðina þar sem er gott útsýni yfir vatnið og nágrennið. Þar á eftir haldið uppá Lala þar skammt frá sem er 245 mys.
Eftir það var haldið niður bratta hlíðina og að bílunum aftur.
Rúmir 8 km og 3 tímar.
Yndislegur dagur í fögru umhverfi og góðum félagsskap.
Sigga
| Við Hafravatn með Esjuna í bakgrunni |
| Á bryggjunni |
| Við Hafravatnsrétt |
| Á brún Hafrahlíðar með Hafravatn í baksýn |
| Lali |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli