Á morgun laugardag verður gengið frá Vigdísarvöllum eftir stikaðri leið; Þórustaðastíg. Stígur þessi liggur yfir Núpshlíðarháls, meðfram Keili og norður að Þórustöðum í nágrenni Kálfatjarnar. Við munum eingöngu ganga hluta leiðarinnar, þ.e. frá Vigdísarvöllum yfir Núpshlíðarhálsinn, Selsvelli og í átt að Driffelli, síðan verður gengin svipuð leið til baka. Þetta gætu orðið 10-12 km, en veður og stemming mun þó ráða þar nokkru um. Hækkun er um 200 m x 2. Veðurspáin hefur verið heldur óhagstæð en hefur farið batnandi. Tilbúið er plan B ef spáin versnar aftur þegar nær dregur.
Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9.
Vala
|
Vigdísarvellir
|
|
Selsvellir, Moshóll, Drifffell og toppur Keilis |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli