28 október 2015

Afmæli

Þessi heiðurskona, Birgitta Guðlaugsdóttir er 70 ára í dag.
Við Fjallafreyjur óskum henni innilega til hamingju með daginn og samveruna í gegnum árin.
Sigga
Afmælisbarnið Gitta á uppáhaldsstaðnum sínum með góðum ferðafélugum. Siglufjörður í baksýn

24 október 2015

Svona á þetta að vera :)

25 mætt í dag í flottu veðri 2°C, logn og þurrt.  Gengum upp með Læk og Reykdalsbrekkuna, upp að Klaustri og nutum útsýnisins af Jófríðarstaðahólnum.  Fínasta ganga.
Vala

17 október 2015

Góð mæting

Gengið var upp á Holt og nýju æfingatækin við Suðurbæjarlaugina skoðuð á bakaleiðinni. Flottar græjur þar.  Fínasta veður 9°C og lítilsháttar úrkoma.  22 mættu í dag og voru enn fleiri síðasta laugardag, eða 25 manns.  Góð byrjun á Kænugöngunum það og vonandi verður svona góð mæting í vetur.
Vala

09 október 2015

Kænan

Frá og með laugardeginum 10. október og til vors verður gengið frá Kænunni alla laugardaga kl. 10.  Gengið í 1 klst. og síðan kaffi og rúnstykki á Kænunni á eftir.
Vala

03 október 2015

Selfoss-Hellisskógur-Tryggvaskáli

Fallegur og góður dagur í utanbæjargöngunni í dag. Hellisheiðin hvít og sólin skein á leið austur á Selfoss. Haustlitirnir skörtuðu sínu fegursta í Hellisskógi, þar sem við gengum undir fróðlegri og skemmtilegri leiðsögn Snorra Sigurfinnssonar. Skoðuðum Stóra-Helli og nutum hins fegursta útsýnis.
Enduðum á góðum hádegisverði í Tryggvaskáli.
26 mættu í gönguna en hún tók um einn og hálfan tíma með stoppi og frásögnum.
Takk fyrir daginn og fyrir allar göngurnar í sumar.
Nú taka við Kænugöngur kl. 10 á laugardagsmorgnum.
Sigga