03 október 2015

Selfoss-Hellisskógur-Tryggvaskáli

Fallegur og góður dagur í utanbæjargöngunni í dag. Hellisheiðin hvít og sólin skein á leið austur á Selfoss. Haustlitirnir skörtuðu sínu fegursta í Hellisskógi, þar sem við gengum undir fróðlegri og skemmtilegri leiðsögn Snorra Sigurfinnssonar. Skoðuðum Stóra-Helli og nutum hins fegursta útsýnis.
Enduðum á góðum hádegisverði í Tryggvaskáli.
26 mættu í gönguna en hún tók um einn og hálfan tíma með stoppi og frásögnum.
Takk fyrir daginn og fyrir allar göngurnar í sumar.
Nú taka við Kænugöngur kl. 10 á laugardagsmorgnum.
Sigga

Engin ummæli:

Skrifa ummæli