30 september 2015

Selfoss-Tryggvaskáli

Kæru Fjallafreyjur.

Næsta laugardag, 3.okt. er síðasta skipulagða ganga/ferð sumarsins.
Farið verður á Selfoss og gengið um Hellisskóg og að Hellinum sem hann er kenndur við, undir
leiðsögn Snorra Sigurfinnssonar frænda míns sem er þar öllum hnútum kunnugur.

Eftirá snæðum við í Tryggvaskála og fáum velútilátinn fisk dagsins, kaffi og brownies á eftir.
Maturinn kostar 2900 kr.

Gangan um skóginn er létt og tekur ca eina klst.

Ég þarf að vita hve margir mæta í seinasta lagi á föstudag með netpósti eða sms.

Mæting við Iðnsk. í Hf. kl 10 eða við Rauðavatn kl. 10:15.

Sigga

Með frænkum og systrum í Hellisskógi


Engin ummæli:

Skrifa ummæli