Fínasta ganga í dag. Gengið frá Kaldárselsvegi að mestu eftir vegslóð/reiðvegi að Gjármótum, þ.e. mótum Selgjár og Búrfellsgjár. Ætlunin var að ganga á syðsta Klifsholtið þar sem er afargóð fjallasýn í góðu skyggni, en við slepptum því þar sem gróðurinn þar var rennandi blautur, en við gengum eftir Smyrlabúðinni, drukkum í Actavisreitnum og skoðuðum hann, einnig fórum við um reit Lionsklúbbsins Ásbjarnar. Veður var milt en þokusúld og sást aldrei til Helgafellsins. Gangan með kaffi tók 1 klst og 50 mín og mældist 6 km. Aðeins mættu 3 í dag.
Vala
|
Kristín og Vala við reit Íslands-Japans félagsins, Dagný myndaði. |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli