19 september 2015

Hressandi

Það blés hraustlega þegar við hófum gönguna við Silungapoll en hlýtt og bara gaman að vera úti.  Fyrst var gengið meðfram Silungapolli og síðan hlykkjuðumst við um skjólgóðan Heiðmerkurskóginn upp að Hólmsborg, gamalli fjárborg.  Á bakaleiðinni drukkum við í flottu rjóðri og fórum síðan yfir hraunkantinn Kraga að Silungapolli.  Í restina hafði heldur dregið úr vindinum en hins vegar kominn þéttur suddi.  Mikil litadýrð var á leið okkar og margt að skoða.  6 hraustmenni mætt í dag og gengu 6 km á tæpum 2 tímum.
Vala

Engin ummæli:

Skrifa ummæli