29 júlí 2018

Þvílík fegurð

Gönguleiðin úr Dyradal, um Dyrakamb og niður í Botnadal er ákaflega falleg.  Við vorum 14 sem gengu þessa 6 km og vorum virkilega heppin með veður.  Leiðin eru töluvert mishæðótt og mældist uppsöfnuð hækkun um 260 m.
Vala


26 júlí 2018

Dyradalur-Botnadalur

Næsta laugardag verður gengið frá Dyradal við Nesjavallaleið um Dyrakamb að Botnadal í Grafningi, þetta er stikuð um 5 km leið, á köflum seinfarin, hækkun um 150 m. Skiljum helming bílanna eftir í Botnadal og ökum síðan að Dyradal þar sem gangan hefst.  Þetta er verulega falleg gönguleið.  Gerum ráð fyrir ca 3 klst í göngu og 5 klst í heildarferðina. Gott að hafa stafi.  ATH bara 2 í bíl. Mæting við Iðnskólann í Hafnarf. kl. 9
Vala




21 júlí 2018

Litluborgirnar ofl.

Góð ganga í lygnu og mildu veðri, en stöðugum sudda.  15 gengu úr Kaldárbotnum, með Undirhlíðum, upp Kýrskarð og að Litluborgum, þaðan var síðan gengið í Valaból og um Helgadal.  10 km á 4 klst.
Vala





19 júlí 2018

Undirhlíðar-Litluborgir-Valaból

Næstkomandi laugardag verður genginn um 10 km hringur frá Kaldárseli. Farið verður með Undirhliðum, um Kýrskarð, meðfram Helgafelli að Litluborgum og þaðan í Valaból.  Litluborgir láta lítið yfir sér úr fjarska, en þegar að er komið blasir glæsileikinn við. Ef veður verður þokkalegt gefum við okkur góðan tíma þarna til að skoða. Í Valaból þessa vin í auðninni er alltaf gaman að koma. Reikna má með 4-5 tímum í ferðina.
Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirðikl. 9.
Vala

Kýrskarð í Undirhliðum

Í Litluborgum

Í Valabóli á góðum degi

14 júlí 2018

Hafnabergið ..

.. tók vel á móti okkur 10 Fjallafreyjum og -fákum með logni og mildu veðri.  Náttúrufegurðin er stórbrotin og meiriháttar gaman að horfa á bergið og fuglana og hlusta á sjávarniðinn.  Gengnir voru 9 km á 3 1/2 klst.
Vala







12 júlí 2018

Hafnaberg

Í stað göngunnar við Heklurætur sem frestað hefur verið um óákveðinn tíma verður gengið út á Hafnaberg næstkomandi laugardag.
Gangan hefst í Stóru Sandvík og verður genginn hringur með brúnum bjargsins og síðan eftir gömlum veg til baka.  Gönguvegalengd um 10 km sem reikna má með að taki um 4 klst.  Áætluð heimkoma um kl. 15.  Hafnabergið er mjög fallegt og mikið fuglalíf er þar.
Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9.
Vala



07 júlí 2018

Nágrenni Reynisvatns

Ljúf ganga frá Reynisvatni umhverfis Reynisvatnsás og um Reynisvatnsheiði.  Góðir stígar, gott veður og góður hópur, úrkoma vart merkjanlegt. Maður bara biður ekki um meira.  12 nutu göngunnar og gengu tæpa 8 km á 2,45 klst.
Vala




05 júlí 2018

Reynisvatnsás

Næsta laugardag verður genginn hringur frá Reynisvatni umhverfis Reynisvatnsás og um Reynisvatnsheiði.  Farnir verða malarstígar og slóðar um 8 km löng ganga og ætla má að hún taki um 3 klst. Skemmtilegt útsýni á þessari leið.
Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 9.
Vala