Eftir hellidembur í morgunsárið vorum við öllu búnar er við hófum gönguna við bílastæðið í Sandahlíðinni, en okkur til mikillar ánægju komu aðeins örfáir dropar á okkur og var hið fínasta veður. Gengið var eftir skógarstígum í hlíðinni yfir að Guðmundarlundi og hann skoðaður þvers og kruss og síðan haldið til baka eftir reiðstígum og skógarstígum og farið upp á Sandahlíðina í 160 m.y.s. en þaðan er mjög víðsýnt, skyggni hefði þó mátt vera betra. Á þessu svæði er mjög flott aðstaða fyrir nesti og grill og einnig leiksvæði fyrir börnin. Þetta tók um 2 1/2 klst og voru 9 mættar.
Vala
Engin ummæli:
Skrifa ummæli