15 nóvember 2014

Jólaföndur og ganga

Það voru 14 Fjallafreyjur sem mættu í göngu í bongóblíðu í dag.
Gengið var um gamla vesturbæinn, þar sem Eygló leiddi okkur um sínar æskuslóðir og fræddi okkur um hús og ábúendur fyrr á árum.
Eftir göngu var farið í föndrið að Herjólfsgötu 36, þar sem biðu okkar góðar veitingar og sest var að kaffidrykkju og byrjað að föndra .10 til viðbótar bættust þar í hópinn. Að þessu sinni var afraksturinn krúttlegur jólasveinn.
Bestu þakkir; Eygló fyrir leiðsögninga, Gógó fyrir að taka á móti okkur og föndurnefndin fyrir veitingarnar og skipulagninguna, Sigrún St. Alla og Óla.
Góður og skemmtilegur dagur
Sigga

Engin ummæli:

Skrifa ummæli