Fararstjóri ferðarinnar var Reynir Sveinsson frá Sandgerði og var hann hafsjór af fróðleik og skemmti
Veðrið var ekki uppá sitt besta, rok og rigning en þornaði upp um miðjan dag.
Fyrsti viðkomustaður var hverasvæðið við Seltún, síðan var farið á Krísuvíkurberg. Eftir það var gengið niður að Selatöngum og merkar minjar skoðaðar þar. Ekið var um Hópsnesið, en þar eru margar minjar um sjóslys og að Eldvörpum, sem er mikið háhitasvæði. Brimketill var skoðaður og var þar tilkomumikið brimið. Eftir það var Gunnuhver skoðaður og ekið niður að Reykjanesvita.
Ekið var í gegnum Hafnir og farið í gegnum gamla Nato varnarsvæðið. Margar sögur sagði Reynir okkur frá þessum stöðum.
Að lokum var stoppað í Hvalsneskirkju, þar sem fararstjórinn sagði okkur sögu kirkjunnar og Hallgríms Péturssonar, sem var þar fyrstu prestsár sín.
Að endingu fengum við góðan kvöldverð í Röstinni sem er við Garðskagavita.
Eftirminnilegur og skemmtilegur dagur með góðum ferðafélugum.
Sigga
Við Seltún |
Á Krísuvíkurbergi |
Á Selatöngum |
Við Gunnuhver |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli