07 apríl 2018

Berklastígur - Vífilstaðavatn

Frábær ganga í góða veðrinu í dag. Byrjuðum á að ganga frá gönguhliðinu að Maríuhellum, sem alltaf er gaman að kíkja á, þaðan var gengið yfir að skógrækt Oddfellow í Urriðaholtinu og síðan genginn Berklastígur yfir hraunið í átt að Vífilstöðum og síðan kringum Vífilstaðavatnið. Nestið fengum við okkur síðan í Heiðmörkinni, mikið er nú alltaf gott að fá nesti úti í náttúrunni. 28 mættu í dag, virkilega gaman þegar mætingin er svona góð. Gangan mældist 7 km og tók þetta rúma 2 tíma með kaffinu.
Vala

Í rjóðri í Urriðaholti

Engin ummæli:

Skrifa ummæli