27 júlí 2014

Flottar móttökur

11 Fjallafreyjur hófu göngu við Hafravatnsréttina um kl. 9.30 og gengu gróðusæla en blauta leið upp á Reykjaborgina þar sem Sigga beið okkar og fylgdi okkur í Sumarkinnina, sælureit þeirra hjóna. Þarna beið okkar þvílíkt veisluborð, en frúin átti 60 ára afmæli fyrr á árinu og bauð til síðbúinnar veislu af því tilefni.  Eftir tæplega klukkustundar dvöl þar fylgdi hún okkur áleiðis með viðkomu í Hlíð, fallegu sumarbústaðalandi. Gengum við síðan meðfram Hafravatninu að bílunum og vorum komnar þangað upp úr kl. 13.  Veður var með ágætum, gönguleiðin fögur og ljúf stundin í Sumarkinninni.
Kærar þakkir fyrir okkur Sigga og Bjarni.
Vala


Engin ummæli:

Skrifa ummæli