Ekki ná orð yfir alla þá fegurð sem við blasti í dag. Gengið var frá Ölkelduhálsi, fyrir Álftatjörn, yfir Kyllisfell og síðan var farið niður að Kattartjörnum og hringnum lokað aftur við Ölkelduhálsinn, um 11,5 km á 4 1/2 klst. Mjög víðsýnt er af þessari gönguleið, Þingvallavatnið fagurblátt og fjöllin allt í kring mjög greinileg, t.d. sáum við inn á Langjökul, Hekluna í austri, dalina við Hveragerði og Vestmannaeyjar, litríka sjóðheita hveri og fagrar tjarnir, svo eitthvað sé nefnt. Veður var með miklum ágætum og 16 mættu.
Vala
Engin ummæli:
Skrifa ummæli