23 ágúst 2014

Stóra Skógfellið

Aðeins 5 mættu í dag til göngu á Stóra Skógfellið.  Gengið var frá Arnarsetri við Grindavíkurveg, gígum sem að mestu eru horfnir eftir efnistöku, eftir slóð í mjög fallegu hrauni.  Af kolli fellsins í 189 m.y.s. er mjög víðsýnt og okkur til ánægju var mjög gott skyggni og milt og gott veður.  Til baka var svo haldið eftir annarri slóð í hrauninu.  Gangan var 5,5 km og tók 2,45 klst., en mikið var af berjum og hægðu þau og útsýnið nokkuð för, enda enginn að flýta sér og um að gera að njóta útiverunnar.
Vala

Engin ummæli:

Skrifa ummæli