30 ágúst 2014

Glymsbrekkur

Í hlýju og lygnu veðri, en vægri úrkomu gengu 13 Fjallafreyjur og -fákar upp með Glym vestanverðum.  Farið var niður um Þvottahelli og síðan upp Glymsbrekkur.  Ekki sést fossinn allur á þessari leið, en eigi að síður er hún mjög falleg og göngufólk vel meðvitað um návist fossins.  Mikið og gott útsýni er þarna, bæði yfir Glymsgilið, inn Botnsdalinn og út Hvalfjörðinn, ekki sáum við þó hæstu toppa.  Þegar við komum upp á brún, var eins og við manninn mælt það stytti upp og kom sólarglæta, klukkan var rúmlega 12 og allir orðnir svangir, svo ekki var beðið boðanna með að bjarga því við.  Til baka var svo haldið eftir gamalli vegarslóð um Svartahrygg og aðeins kíkt á hið fallega Bæjargil ofan við Stóra Botn.  Gangan tók 4 klst og var 8 km löng, hækkun um 240 m.
Vala




Engin ummæli:

Skrifa ummæli