20 september 2014

Grænavatnseggjar

Það var aldeilis gott að ganga í dag, logn, þurrt og milt.  Skyggni var ekki gott þar sem mikil móða var í lofti sem þó sveipaði landslagið mikilli dulúð.  Gengið var frá Lækjarvöllum með enda Djúpavatns og á Grænavatnseggjar þar sem Sogin í allri sinni fegurð blasa við.  Nestið fengum við niður við Grænavatnið og gengum síðan meðfram því og yfir á einn hnúk Fíflavallafjalls þar sem mikið er af fallegum bergmyndunum.  Í brekkunni á niðurleið var þvílíkt magn af stórum krækiberjum að erfitt var að halda áfram. Fegurðin á þessum slóðum er alveg hreint mögnuð.   Gangan tók um 3 1/2 klst og var tæplega 8 km löng.  14 mætt í dag.
Vala




1 ummæli:

  1. Þetta var nú aldeilis flottur dagur hjá okkur.
    Sigga

    SvaraEyða