Gengið var frá Klifsholti yfir Smyrlabúð að Gjármótum (mótum Búrfells-og Selgjár) og þaðan til baka eftir reiðstígnum að Klifsholti og þar upp á topp. Afar víðsýnt er af báðum þessum hæðum en útsýni var ekki gott, greinilega víða úrkoma í nágrenninu en við sluppum þó alveg. Aðeins er farið að bera á haustlitum þó í litlu mæli sé. Kaffið fengum við okkur í Actavislundinum. 3 mættar og tók þetta rúmlega 2 klst.
Vala
Engin ummæli:
Skrifa ummæli