11 október 2014

Borgarnes

Borgarnes tók vel á móti okkur í morgun  með björtu og fallegu veðri, en nokkuð svölu.
Gengum um gamla Borgarnes undir skemmtilegri og fróðlegri leiðsögn Guðrúnar Jónsdóttur safnstjóra. Fórum í Safnahúsið og skoðuðum ljósmyndasýninguna "Börn í 100 ár", stórskemmtileg sýning. Einnig skoðuðum við fallegt fuglasafn sem nýbúið er að opna.
Fengum ágætismat í Landnámssetrinu eftir skoðunarferðina og safnið.
Á heimleið var komið við á heimili Ólafar Evu og Trausta, sem stendur á fallegum útsýnisstað í útjaðri Borgarness. Þar þáðum við kaffisopa.
Stórskemmtilegur dagur með góðum  ferðafélugum.
Sigga

Engin ummæli:

Skrifa ummæli