09 október 2014

Borgarnes

Næsta laugardag heimsækjum við Borgarnes.
Guðrún Jónsdóttir safnvörður tekur á móti okkur og gengur með okkur um bæinn og miðlar ýmsum fróðleik
Síðan förum við í Safnahúsið og skoðum sýninguna "Börn í 100 ár ".
Þá förum við í Landnámssetrið og fáum okkur súpu, brauð og salathlaðborð og kaffi á eftir.

Skoðunarferð með leiðsögn og Safnahúsið kostar 1600 kr. verið með það tilbúið í reiðufé.
Maturinn kostar 1990 kr. Ágætt er að hafa eitthvað nasl/banana í vasanum, þar sem við förum ekki í matinn fyrr en um eitt leytið.

Veðurspáin er fín, bjart en nokkuð svalt.
Makar velkomnir með.

Mæting við Iðnsk. í Hf.  kl. 9:30  (ath breyttan tíma) og við Krónuna í Mosó kl. 9:50.
Sigga
Hafnarfjall 2009

Engin ummæli:

Skrifa ummæli