21 júní 2014

Sólstöðugangan

Hún lét nú ekki sjá sig blessuð miðnætursólin í sólstöðugöngunni í gærkveldi.
11 göngukonur og karlar héldu upp á Lág-Esjuna í mildu og hægu veðri. Fljótlega gengum við upp í þoku, en héldum ótrauð áfram í 500 m hæð. Útsýnið var ekkert en blankalogn.
Gangan og nestispásan tók tvo og hálfan tíma og allir voru sáttir í leiðarlok með góða útivist og hreyfingu.
Sigga


Engin ummæli:

Skrifa ummæli