Endalaust getur maður dásamað það að eiga möguleika á að njóta hinnar íslensku náttúru. Mikla fegurð bar fyrir augu í göngu dagsins, þó skyggnið hefði mátt vera betra, en raki í lofti gerði allt frekar muskulegt. Hlýtt var þó og lygnt. Gengið var með Trölladyngju að Sogaselsgíg og þaðan stefnt á skarðið milli Trölladyngju og Grænudyngju. Í skarðinu komum við auga á þessa líka fínu leið upp á Grænudyngju og snarlega var ákveðið að fara þar upp og var svo sannarlega enginn svikinn af því, þvílík dýrð sem blasir við manni af Grænudyngjunni 402 mys). Gangan reyndist 8 km og tók 3 1/2 tíma. 12 tóku þátt.
Vala
Engin ummæli:
Skrifa ummæli