15 júlí 2017

Hettuvegur

Byrjað var á þvi að skoða umhverfi Krýsuvikurkirkju, greinilegt er að undirbúningur fyrir komu nýrrar kirkju er hafin, en hlaðinn hefur verið nýr grunnur.  Síðan hófst gangan við upphafsskilti Hettuvegar, farið yfir Krýsuvíkurmýrar, en þar eins og víðar í göngunni var allt mikið blautara en fyrir nokkrum dögum síðan, enda mikið rignt upp á síðkastið.  Farið var upp í nýhristan Sveifluhálsinn (jarðskjálftar í gærkvöldi) um Rauðhól og þaðan að Sveiflu og Hettu.  Ekki hentaði að nota fyrirfram valin útsýnis nestisstað, þar sem það gerði sudda akkúrat þegar þangað var komið.  Við fundum nú samt annan góðan stuttu síðar þegar stytt hafði upp.  Þegar við nálguðumst Arnarvatnið beygðum við af leið og skoðuðum hverasvæðið við Hattinn, en þá kom hellidemba og meira að segja hagl smástund.  Skoðuðum nú samt svæðið og litum yfir vatnið áður en haldið var niður Ketilstíginn að Seltúni í sól.  Þetta var mjög fjölbreytt ganga bæði hvað varðar umhverfi og veður.  7 tóku þátt og reyndist gangan 8 km, hækkun um 200 m og tók 4 tíma.  Mjög skemmtileg ganga með góðum göngufélögum.
Vala

Við upphaf göngu

Rennandi blaut við enda Hettuvegar, en stuttu síðar stytti upp

Engin ummæli:

Skrifa ummæli