22 júlí 2017

Stardalshnúkur og Stiftamt

Þrátt fyrir þokusúld og smá blástur mættu 6 til göngu í dag.  Gengið var frá bænum Stardal á Stardalshnúk (373 m.y.s.) og þaðan yfir á Stiftamt og síðan niður að húsarústunum við Ríp þar sem nestið var borðað.  Til baka var gengið eftir vegarslóða.  Reyndist gangan 6,4 km löng og tók rúma 3 tíma.  Okkur til mikillar undrunar sýndi GPS tækið uppsafnaða hækkun um 470 m, þeir telja fljótt metrarnir þegar verið er að fara upp og niður á víxl. Fínasta ganga en útsýnið hefði mátt vera meira, en þarna er margt að sjá í góðu skyggni.  T.d. má sjá hvernig Leirvogsáin rennur úr Leirvogsvatninu í gljúfrið sem Tröllafoss rennur um, og ekki má gleyma öllum fjöllunum þarna í kring.
Vala

Lóðréttur veggur Stiftamts, sem betur fer er greiðfærar hinu megin.

Mumma, Kristín, Vala, Gógó og Kristín.  Kalli myndaði.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli