10 júlí 2017

Dýrðardagur

Það var fallegur laugardagur þegar 31 Fjallafreyja og Fjallafákar mættu í göngu á Hlíðarkistu í Gnúpverjahreppi. Anna, bóndi í Hlíð fylgdi okkur uppá Hlíðarkistuna, sem er 365 m.ys.
Það var smávegis rigningarsuddi á toppnum, en víðsýnið var gott til allra átta. Á niðurleið skein sólin aftur í heiði. Þegar niður var komið voru geiturnar í Hlíðskoðaðar og kjassaðar. Tryggvi bóndi sýndi okkur minnisvarða um Helga Péturs jarðfræðing og Nialsinna sem dvaldi langdvölum á bænum við margskonar rannsóknir.
Frá Hlíð var ekið að Stöðulfelli og gengið á Stöðulinn fyrir ofan bæinn. Dásamlegt útsýni til allra átta og landið skartaði sínu fegursta. Falleg gönguleið.
Í lokin var svo garðveisla í boði húsráðenda með kaffi og kræsingum.
Kærar þakkir Svana og Steinn, Magga og Viggó fyrir velheppnaðan dag :)
Sigga
Á toppi Hlíðarkistu
Beðið eftir kaffinu


Engin ummæli:

Skrifa ummæli