Þriðjudag frá Kaldárseli kl. 17.30
Vala
31 júlí 2017
29 júlí 2017
Sumardagur
10 Fjallafreyjur mættu í göngu dagsins í Mosfellsbæ. Veðrið lék við okkur þótt nokkur vindur hafi blásið um tíma. Sólin lét svo sjá sig þegar leið á gönguna.
Eftir gott nestisstopp í Sumarkinn var hringnum lokað og komið í bílana kl. 13:30.
Göngu tími 4 klst og 9-10 km.
Góður dagur og allar alsælar :)
Eftir gott nestisstopp í Sumarkinn var hringnum lokað og komið í bílana kl. 13:30.
Göngu tími 4 klst og 9-10 km.
Góður dagur og allar alsælar :)
Fjörugar Fjallafreyjur |
27 júlí 2017
Æsustaðafjall-Reykjafjall-Sumarkinn
Næsta laugardag ljúkum við hringnum sem við náðum ekki að klára í fyrra.
Gangan hefst í Skammadal í Mosó og gengið á Æsustaðafjall, þaðan á Reykjafjall og síðan niður i Sumarkinn þar sem við drekkum nestið okkar.
Gönguhækkun ca 200 m. Þægileg ganga, ca 10 km hringur.
Þetta verður sannkölluð sólarganga skv. veðurspánni :)
Mæting við Iðnsk. Hf. kl. 9 og við Krónuna í Mosó kl.9:20.
Nesti.
Sigga
Gangan hefst í Skammadal í Mosó og gengið á Æsustaðafjall, þaðan á Reykjafjall og síðan niður i Sumarkinn þar sem við drekkum nestið okkar.
Gönguhækkun ca 200 m. Þægileg ganga, ca 10 km hringur.
Þetta verður sannkölluð sólarganga skv. veðurspánni :)
Mæting við Iðnsk. Hf. kl. 9 og við Krónuna í Mosó kl.9:20.
Nesti.
Sigga
Á Reykjafjalli |
Í Sumarkinn |
22 júlí 2017
Stardalshnúkur og Stiftamt
Þrátt fyrir þokusúld og smá blástur mættu 6 til göngu í dag. Gengið var frá bænum Stardal á Stardalshnúk (373 m.y.s.) og þaðan yfir á Stiftamt og síðan niður að húsarústunum við Ríp þar sem nestið var borðað. Til baka var gengið eftir vegarslóða. Reyndist gangan 6,4 km löng og tók rúma 3 tíma. Okkur til mikillar undrunar sýndi GPS tækið uppsafnaða hækkun um 470 m, þeir telja fljótt metrarnir þegar verið er að fara upp og niður á víxl. Fínasta ganga en útsýnið hefði mátt vera meira, en þarna er margt að sjá í góðu skyggni. T.d. má sjá hvernig Leirvogsáin rennur úr Leirvogsvatninu í gljúfrið sem Tröllafoss rennur um, og ekki má gleyma öllum fjöllunum þarna í kring.
Vala
Vala
Lóðréttur veggur Stiftamts, sem betur fer er greiðfærar hinu megin. |
Mumma, Kristín, Vala, Gógó og Kristín. Kalli myndaði. |
20 júlí 2017
Stardalslhnúkur
15 júlí 2017
Hettuvegur
Byrjað var á þvi að skoða umhverfi Krýsuvikurkirkju, greinilegt er að undirbúningur fyrir komu nýrrar kirkju er hafin, en hlaðinn hefur verið nýr grunnur. Síðan hófst gangan við upphafsskilti Hettuvegar, farið yfir Krýsuvíkurmýrar, en þar eins og víðar í göngunni var allt mikið blautara en fyrir nokkrum dögum síðan, enda mikið rignt upp á síðkastið. Farið var upp í nýhristan Sveifluhálsinn (jarðskjálftar í gærkvöldi) um Rauðhól og þaðan að Sveiflu og Hettu. Ekki hentaði að nota fyrirfram valin útsýnis nestisstað, þar sem það gerði sudda akkúrat þegar þangað var komið. Við fundum nú samt annan góðan stuttu síðar þegar stytt hafði upp. Þegar við nálguðumst Arnarvatnið beygðum við af leið og skoðuðum hverasvæðið við Hattinn, en þá kom hellidemba og meira að segja hagl smástund. Skoðuðum nú samt svæðið og litum yfir vatnið áður en haldið var niður Ketilstíginn að Seltúni í sól. Þetta var mjög fjölbreytt ganga bæði hvað varðar umhverfi og veður. 7 tóku þátt og reyndist gangan 8 km, hækkun um 200 m og tók 4 tíma. Mjög skemmtileg ganga með góðum göngufélögum.
Vala
Vala
Við upphaf göngu |
Rennandi blaut við enda Hettuvegar, en stuttu síðar stytti upp |
14 júlí 2017
Hettuvegur í Sveifluhálsi
Hettuvegur er stikuð leið (ath. ekki stígur) frá Krýsuvíkurkirkju að Ketilstíg við Arnarvatn. Skiljum eftir bíla við Seltún svo ekki þurfi að ganga til baka. Skoðað verður hverasvæði við Hatt áður en Ketilstígur verður genginn í Seltún. Þetta er um 8 km ganga og um 200 m hækkun. Mæting við Iðnskólann í Hafnrfirði kl. 9. Áætluð heimkoma milli kl. 13 og 14. Góðir skór, stafir og nesti.
Vala
Vala
Við Krýsuvíkurkirkju 2012 |
Við Hettu |
10 júlí 2017
Dýrðardagur
Það var fallegur laugardagur þegar 31 Fjallafreyja og Fjallafákar mættu í göngu á Hlíðarkistu í Gnúpverjahreppi. Anna, bóndi í Hlíð fylgdi okkur uppá Hlíðarkistuna, sem er 365 m.ys.
Það var smávegis rigningarsuddi á toppnum, en víðsýnið var gott til allra átta. Á niðurleið skein sólin aftur í heiði. Þegar niður var komið voru geiturnar í Hlíðskoðaðar og kjassaðar. Tryggvi bóndi sýndi okkur minnisvarða um Helga Péturs jarðfræðing og Nialsinna sem dvaldi langdvölum á bænum við margskonar rannsóknir.
Frá Hlíð var ekið að Stöðulfelli og gengið á Stöðulinn fyrir ofan bæinn. Dásamlegt útsýni til allra átta og landið skartaði sínu fegursta. Falleg gönguleið.
Í lokin var svo garðveisla í boði húsráðenda með kaffi og kræsingum.
Kærar þakkir Svana og Steinn, Magga og Viggó fyrir velheppnaðan dag :)
Sigga
Það var smávegis rigningarsuddi á toppnum, en víðsýnið var gott til allra átta. Á niðurleið skein sólin aftur í heiði. Þegar niður var komið voru geiturnar í Hlíðskoðaðar og kjassaðar. Tryggvi bóndi sýndi okkur minnisvarða um Helga Péturs jarðfræðing og Nialsinna sem dvaldi langdvölum á bænum við margskonar rannsóknir.
Frá Hlíð var ekið að Stöðulfelli og gengið á Stöðulinn fyrir ofan bæinn. Dásamlegt útsýni til allra átta og landið skartaði sínu fegursta. Falleg gönguleið.
Í lokin var svo garðveisla í boði húsráðenda með kaffi og kræsingum.
Kærar þakkir Svana og Steinn, Magga og Viggó fyrir velheppnaðan dag :)
Sigga
Á toppi Hlíðarkistu |
Beðið eftir kaffinu |
05 júlí 2017
Hreppaferð
Næsta laugardag verður farið í Gnúpverjahrepp í Árnessýslu.
Lagt af stað frá Iðnsk. í Hf. kl. 9 og ekið að bænum Hlíð og gengið á Hlíðarfjall. Þaðan er víðsýnt til allra átta. Svana Sveins. leiðir för.
Þægileg ganga og ca 260 m. hækkun. Síðan verður farið að Stöðulfelli á æskuslóðir Möggu Bjarna, og gengið á Stöðulfellið fyrir ofan bæinn.
Veðurspáin lofar góðu :)
Nesti, dagsferð
Sigga
Lagt af stað frá Iðnsk. í Hf. kl. 9 og ekið að bænum Hlíð og gengið á Hlíðarfjall. Þaðan er víðsýnt til allra átta. Svana Sveins. leiðir för.
Veðurspáin lofar góðu :)
Nesti, dagsferð
Sigga
Þjórsá og Hekla |
Magga og Viggó á Stöðulfelli |
04 júlí 2017
03 júlí 2017
01 júlí 2017
Það sem við eigum gott
Endalaust getur maður dásamað það að eiga möguleika á að njóta hinnar íslensku náttúru. Mikla fegurð bar fyrir augu í göngu dagsins, þó skyggnið hefði mátt vera betra, en raki í lofti gerði allt frekar muskulegt. Hlýtt var þó og lygnt. Gengið var með Trölladyngju að Sogaselsgíg og þaðan stefnt á skarðið milli Trölladyngju og Grænudyngju. Í skarðinu komum við auga á þessa líka fínu leið upp á Grænudyngju og snarlega var ákveðið að fara þar upp og var svo sannarlega enginn svikinn af því, þvílík dýrð sem blasir við manni af Grænudyngjunni 402 mys). Gangan reyndist 8 km og tók 3 1/2 tíma. 12 tóku þátt.
Vala
Vala
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)