29 september 2016

ATH kl. 10

Laugardaginn kemur verður farið í Selatanga, gengið er frá bílastæði nokkru neðan við Suðurstrandarveg.  Á Selatöngum var verstöð frá miðöldum til 1884, þar eru fiskbyrgi og rústir verbúða hlaðnar úr hraungrýti.  Vestan við áðurnefnt bílastæði eru Katlar/Borgir, þar eru stórkostlegar hraunmyndarnir og legg ég til að við gefum okkur tíma til að skoða þær líka ef veður leyfir.  Ætla má að ferðin taki í heild sinni ca 4 klst., fer þó eftir því hvað við gefum okkur góðan tíma til að skoða, en þetta er ekki mikil ganga.
Mæting við Iðnskólann í Hafnarfirði kl. 10.  Nesti.
Vala


Engin ummæli:

Skrifa ummæli