01 október 2016

Selatangar og Borgir/Katlar

Eftir að hafa ekið hina fallegu Krýsuvíkurleið að bílastæði neðan við Suðurstrandarveg gengum við stuttan spöl að rústum verstöðva við Selatanga og gáfum okkur góðan tíma í að skoða hleðslur verbúða og fiskbyrgja.  Maður verður ansi hugsi yfir þeim aðbúnaði sem fólk hefur búið við og verður þakklátur fyrir góð húsakynni okkar í dag.  Eftir að hafa rölt þarna um og jafnvel tínt nokkur ber fórum við til baka og yfir í Borgirnar í Katlahrauni sem eru vestan bílastæðisins.  Þetta er mjög stórbrotið svæði og mikið að skoða.  Alls konar hraunmyndanir, stórir drangar og hellar.  Þarna settumst við niður með nestið okkar.  Tók þetta rúma 2 tíma í góðu veðri.  Einnig var gaman að horfa á tilkomu mikið brimið og haustlitadýrðina.  Ókum svo Grindavíkurleiðina heim.  13 mætt í dag.
Vala

Með sól í augum og gleði í hjarta.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli